Erlent

Um mikilvægan áfangasigur að ræða

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/getty
Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu, sem hliðhollir eru Rússum, hópast nú saman í borginni Donetsk en hersveitir úkraínska hersins lögðu eitt af höfuðvígjum þeirra undir sig í gær þegar úkraínski þjóðfáninn var dreginn að húni í Sloviansk.

Síðan þá hafa úkraínskir hermenn lagt hald á gríðarlegt magn vopna. Um mikilvægan áfangasigur er að ræða samkvæmt yfirvöldum í Úkraínu.

Engu að síður ráða aðskilnaðarsinnar enn lögum og lofum í stórborgunum Donetsk og Luhansk. Fregnir hafa borist af skotbardögum við borgirnar.

Leiðtogar aðskilnaðarsinna hafa gagnrýnt Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, fyrir að hafa ekki stutt við bakið á uppreisnarmönnum í Donetsk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×