Segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum mikið áfall Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. júlí 2014 13:02 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Vísir/GVA Forstjóri Landspítalans segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum vera mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. Hjúkrunarfræðingur á landspítalanum var nýverið ákærður fyrir manndráp af gáleysi en þetta er í fyrsta skipti sem Landspítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fjallar um málið í nýjasta forstjórapistli sínum á vef spítalans sem birtist í gær. Þá birtir hann einnig erindi sem hann hélt á opnum fundi með starfsfólki spítalans í kjölfar ákvörðunar ríkissaksóknara. Þar segir Páll að ákæran sé mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. Páll greinir frá því að ríkissaksóknari hafi tilkynnt honum í desember, að hún hefði það til skoðunar að ákæra viðkomandi starfsmann fyrir manndráp af gáleysi. Hann segir Landspítalann hafa farið að lögum og venjulegum ferlum sem fylgt skal þegar óvænt andlát verða. Þá segir Páll: „Það sem er frábrugðið því sem áður hefur sést er hvernig lögreglan rannsakaði málið, að lögregla hafi ákveðið að vísa málinu til Ríkissaksóknara í kjölfar rannsóknar og svo það að Ríkissaksóknari hafi ákveðið að gefa út ákæru.” Páll segir vinnu hafa farið af stað innan spítalans sem leitaði kerfislægra orsaka atviksins. Lögreglan hafi vitað af þeirri vinnu en hafi þó aldrei óskað eftir aðgangi að þeim gögnum frá spítalanum. Þá segir Páll: „Þrátt fyrir þennan breytta veruleika og óvissu eigum við sem heilbrigðisstarfsmenn ekki annarra kosta völ en að sinna okkar verkefnum áfram af fagmennsku og umhyggju - um leið og við berjumst fyrir breyttu lagaumhverfi og verjum störf okkar.” Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum vera mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. Hjúkrunarfræðingur á landspítalanum var nýverið ákærður fyrir manndráp af gáleysi en þetta er í fyrsta skipti sem Landspítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fjallar um málið í nýjasta forstjórapistli sínum á vef spítalans sem birtist í gær. Þá birtir hann einnig erindi sem hann hélt á opnum fundi með starfsfólki spítalans í kjölfar ákvörðunar ríkissaksóknara. Þar segir Páll að ákæran sé mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. Páll greinir frá því að ríkissaksóknari hafi tilkynnt honum í desember, að hún hefði það til skoðunar að ákæra viðkomandi starfsmann fyrir manndráp af gáleysi. Hann segir Landspítalann hafa farið að lögum og venjulegum ferlum sem fylgt skal þegar óvænt andlát verða. Þá segir Páll: „Það sem er frábrugðið því sem áður hefur sést er hvernig lögreglan rannsakaði málið, að lögregla hafi ákveðið að vísa málinu til Ríkissaksóknara í kjölfar rannsóknar og svo það að Ríkissaksóknari hafi ákveðið að gefa út ákæru.” Páll segir vinnu hafa farið af stað innan spítalans sem leitaði kerfislægra orsaka atviksins. Lögreglan hafi vitað af þeirri vinnu en hafi þó aldrei óskað eftir aðgangi að þeim gögnum frá spítalanum. Þá segir Páll: „Þrátt fyrir þennan breytta veruleika og óvissu eigum við sem heilbrigðisstarfsmenn ekki annarra kosta völ en að sinna okkar verkefnum áfram af fagmennsku og umhyggju - um leið og við berjumst fyrir breyttu lagaumhverfi og verjum störf okkar.”
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira