Djokovic í úrslit eftir harða baráttu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júlí 2014 15:44 Vísir/Getty Novak Djokovic er kominn í úrslitaleik einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á Grigor Dimitrov, 3-1, í fyrri undanúrslitaviðureign dagsins. Hann mætir annað hvort Roger Federer eða Milos Raonic í úrslitunum á sunnudag en sýnt er beint frá mótinu á Stöð 2 Sport. Djokovic þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í dag gegn hinum 23 ára Búlgara sem var að spila í undanúrslitum stórmóts í tennis í fyrsta sinn á ferlinum. Serbinn, sem er í öðru sæti heimslistans, vann fyrsta settið 6-4 og steig vart feilspor. Hann tók svo 3-1 forystu í öðru setti en þá vaknaði Dimitrov skyndilega til lífsins og sneri viðureigninni sér í vil með frábærri frammistöðu. Hann vann næstu fimm lotur í röð og settið, 6-3. Þriðja og fjórða sett voru æsispennandi og hvorugur gaf tommu eftir. Bráðabana þurfti í báðum settum og Djokovic vann það fyrra örugglega, 7-2. Dimitrov fékk alls fjögur tækifæri til að tryggja sér sigur í fjórða setti og þvinga þar með fram oddasett en alltaf átti Djokovic svar. Hann vann bráðabanann, 9-7, eftir að hafa lent 6-3 undir, og fagnaði afar góðum sigri. Dimitrov getur þó gengið stoltur frá viðureigninni en hann sló út ríkjandi meistara, heimamanninn Andy Murray, úr leik í fjórðungsúrslitum. Tennis Tengdar fréttir Federer vann svissneska stríðið Roger Federer er kominn í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á landa sínum Stan Wawrinka í átta manna úrslitum í dag. Hann veit ekki hver mótherji hans verður fyrr en seinna í kvöld. 2. júlí 2014 17:30 Nítján ára Ástrali sló Nadal út á Wimbledon-mótinu Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld. 1. júlí 2014 18:21 Murray úr leik á Wimbledon Meistarinn tapaði óvænt fyrir 23 ára Búlgara. 2. júlí 2014 14:42 Nadal-baninn ætlar sér á toppinn Nítján ára Ástrali vann Rafael Nadal í 16 manna úrslitum á Wimbledon í gær. 2. júlí 2014 09:00 Yfirburðirnir að taka enda? Novak Djokovic og Roger Federer eru komnir í undanúrslitin á Wimbledon-mótinu í tennis en landslagið á meðal þeirra bestu hefur verið að breytast. 4. júlí 2014 10:45 Nadal-baninn úr leik á Wimbledon-mótinu - Raonic í undanúrslit Ástralinn Nick Kyrgios náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Rafael Nadal, efsta manni heimslistans, því þessi 19 ára strákur tapað í kvöld fyrir Kanadamanninum Milos Raonic í átta manna úrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis. 2. júlí 2014 19:05 Djokovic lenti undir en vann Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins. 2. júlí 2014 16:19 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira
Novak Djokovic er kominn í úrslitaleik einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á Grigor Dimitrov, 3-1, í fyrri undanúrslitaviðureign dagsins. Hann mætir annað hvort Roger Federer eða Milos Raonic í úrslitunum á sunnudag en sýnt er beint frá mótinu á Stöð 2 Sport. Djokovic þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í dag gegn hinum 23 ára Búlgara sem var að spila í undanúrslitum stórmóts í tennis í fyrsta sinn á ferlinum. Serbinn, sem er í öðru sæti heimslistans, vann fyrsta settið 6-4 og steig vart feilspor. Hann tók svo 3-1 forystu í öðru setti en þá vaknaði Dimitrov skyndilega til lífsins og sneri viðureigninni sér í vil með frábærri frammistöðu. Hann vann næstu fimm lotur í röð og settið, 6-3. Þriðja og fjórða sett voru æsispennandi og hvorugur gaf tommu eftir. Bráðabana þurfti í báðum settum og Djokovic vann það fyrra örugglega, 7-2. Dimitrov fékk alls fjögur tækifæri til að tryggja sér sigur í fjórða setti og þvinga þar með fram oddasett en alltaf átti Djokovic svar. Hann vann bráðabanann, 9-7, eftir að hafa lent 6-3 undir, og fagnaði afar góðum sigri. Dimitrov getur þó gengið stoltur frá viðureigninni en hann sló út ríkjandi meistara, heimamanninn Andy Murray, úr leik í fjórðungsúrslitum.
Tennis Tengdar fréttir Federer vann svissneska stríðið Roger Federer er kominn í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á landa sínum Stan Wawrinka í átta manna úrslitum í dag. Hann veit ekki hver mótherji hans verður fyrr en seinna í kvöld. 2. júlí 2014 17:30 Nítján ára Ástrali sló Nadal út á Wimbledon-mótinu Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld. 1. júlí 2014 18:21 Murray úr leik á Wimbledon Meistarinn tapaði óvænt fyrir 23 ára Búlgara. 2. júlí 2014 14:42 Nadal-baninn ætlar sér á toppinn Nítján ára Ástrali vann Rafael Nadal í 16 manna úrslitum á Wimbledon í gær. 2. júlí 2014 09:00 Yfirburðirnir að taka enda? Novak Djokovic og Roger Federer eru komnir í undanúrslitin á Wimbledon-mótinu í tennis en landslagið á meðal þeirra bestu hefur verið að breytast. 4. júlí 2014 10:45 Nadal-baninn úr leik á Wimbledon-mótinu - Raonic í undanúrslit Ástralinn Nick Kyrgios náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Rafael Nadal, efsta manni heimslistans, því þessi 19 ára strákur tapað í kvöld fyrir Kanadamanninum Milos Raonic í átta manna úrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis. 2. júlí 2014 19:05 Djokovic lenti undir en vann Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins. 2. júlí 2014 16:19 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira
Federer vann svissneska stríðið Roger Federer er kominn í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á landa sínum Stan Wawrinka í átta manna úrslitum í dag. Hann veit ekki hver mótherji hans verður fyrr en seinna í kvöld. 2. júlí 2014 17:30
Nítján ára Ástrali sló Nadal út á Wimbledon-mótinu Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld. 1. júlí 2014 18:21
Nadal-baninn ætlar sér á toppinn Nítján ára Ástrali vann Rafael Nadal í 16 manna úrslitum á Wimbledon í gær. 2. júlí 2014 09:00
Yfirburðirnir að taka enda? Novak Djokovic og Roger Federer eru komnir í undanúrslitin á Wimbledon-mótinu í tennis en landslagið á meðal þeirra bestu hefur verið að breytast. 4. júlí 2014 10:45
Nadal-baninn úr leik á Wimbledon-mótinu - Raonic í undanúrslit Ástralinn Nick Kyrgios náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Rafael Nadal, efsta manni heimslistans, því þessi 19 ára strákur tapað í kvöld fyrir Kanadamanninum Milos Raonic í átta manna úrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis. 2. júlí 2014 19:05
Djokovic lenti undir en vann Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins. 2. júlí 2014 16:19