Ólafur Örn varar norsk félög við að fylla liðin af Íslendingum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 09:00 FH-ingurinn Björn Daníel Sverrisson stýrir sóknarleik Vikings og er búinn að skora þrjú mörk. Mynd/Fkviking.no „Við erum að fara að spila við Ísland á sunnudaginn,“ segir JonasGrönner, miðvörður norska úrvalsdeildarliðsins Brann, við Aftenbladet um leik liðsins gegn Viking Stavanger um helgina. Grönner, sem spilaði með KR sem lánsmaður á síðasta tímabili, er vitaskuld að vísa til Íslendinganna fimm sem spila með Viking en þeir hafa borið uppi liðið á tímabilinu. Þeir IndriðiSigurðsson, SverrirIngiIngason, SteinþórFreyrÞorsteinsson, BjörnDaníelSverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrja reglulega allir inn á og eru búnir að skora 14 af 21 marki liðsins á tímabilinu. Allir hafa spilað vel en Grönner segir það ekki koma á óvart. Sérstaklega ekki hvað varðar Sverrir Inga og Björn Daníel. „Þeir drottnuðu yfir íslensku deildinni og voru góðir með U21 árs landsliðinu þannig þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Grönner.Jón Daði Böðvarsson var keyptur frá selfossi 2013 og er að slá í gegn.mynd/fkviking.noÓlafur Örn Bjarnason, fyrrverandi Noregsmeistari með Brann sem nú þjálfar Fyllingsdalen í C-deildinni, tekur undir orð Grönners. „Björn Daníel og Sverrir Ingi voru á meðal bestu leikmanna íslensku deildarinnar í nokkur ár áður en þeir fóru til Viking. Á Íslandi var einfaldlega beðið eftir því að þeir færu út í atvinnumennsku. Þeir voru bestu leikmenn tveggja bestu liða landsins og stóðu sig vel með U21 árs landsliðinu. Þeir hafa líka reynslu af Evrópukeppnum,“ segir Ólafur Örn. Ólafur Örn bætir við í viðtalinu við Aftenbladet að samkeppnin um íslenska leikmenn verði harðari með hverju árinu og stærri lið kroppa í þá unga að aldri. Því verður erfiðara fyrir norsku liðin að finna góða Íslendinga. Vegna þess varar hann önnur norsk félög við að blindast ekki af árangri Vikings og fara að fylla liðin af íslenskum spilurum. „Gæðin eru svo mismunandi eins og sést á þessum ungu strákum sem hverfa snemma og eldri leikmönnum sem koma heim eftir langa dvöl erlendis. Fyrir utan þrjú bestu liðin á Íslandi eru gæðin ekki meiri en í norsku 1. deildinni.“ „Brann þekkir íslenska boltann inn og út og ég veit að það var að leita að leikmönnum þegar Grönner spilaði með KR. En þetta snýst um að finna réttu leikmennina og það hefur Brann ekki gert,“ segir Ólafur Örn Bjarnason. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira
„Við erum að fara að spila við Ísland á sunnudaginn,“ segir JonasGrönner, miðvörður norska úrvalsdeildarliðsins Brann, við Aftenbladet um leik liðsins gegn Viking Stavanger um helgina. Grönner, sem spilaði með KR sem lánsmaður á síðasta tímabili, er vitaskuld að vísa til Íslendinganna fimm sem spila með Viking en þeir hafa borið uppi liðið á tímabilinu. Þeir IndriðiSigurðsson, SverrirIngiIngason, SteinþórFreyrÞorsteinsson, BjörnDaníelSverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrja reglulega allir inn á og eru búnir að skora 14 af 21 marki liðsins á tímabilinu. Allir hafa spilað vel en Grönner segir það ekki koma á óvart. Sérstaklega ekki hvað varðar Sverrir Inga og Björn Daníel. „Þeir drottnuðu yfir íslensku deildinni og voru góðir með U21 árs landsliðinu þannig þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Grönner.Jón Daði Böðvarsson var keyptur frá selfossi 2013 og er að slá í gegn.mynd/fkviking.noÓlafur Örn Bjarnason, fyrrverandi Noregsmeistari með Brann sem nú þjálfar Fyllingsdalen í C-deildinni, tekur undir orð Grönners. „Björn Daníel og Sverrir Ingi voru á meðal bestu leikmanna íslensku deildarinnar í nokkur ár áður en þeir fóru til Viking. Á Íslandi var einfaldlega beðið eftir því að þeir færu út í atvinnumennsku. Þeir voru bestu leikmenn tveggja bestu liða landsins og stóðu sig vel með U21 árs landsliðinu. Þeir hafa líka reynslu af Evrópukeppnum,“ segir Ólafur Örn. Ólafur Örn bætir við í viðtalinu við Aftenbladet að samkeppnin um íslenska leikmenn verði harðari með hverju árinu og stærri lið kroppa í þá unga að aldri. Því verður erfiðara fyrir norsku liðin að finna góða Íslendinga. Vegna þess varar hann önnur norsk félög við að blindast ekki af árangri Vikings og fara að fylla liðin af íslenskum spilurum. „Gæðin eru svo mismunandi eins og sést á þessum ungu strákum sem hverfa snemma og eldri leikmönnum sem koma heim eftir langa dvöl erlendis. Fyrir utan þrjú bestu liðin á Íslandi eru gæðin ekki meiri en í norsku 1. deildinni.“ „Brann þekkir íslenska boltann inn og út og ég veit að það var að leita að leikmönnum þegar Grönner spilaði með KR. En þetta snýst um að finna réttu leikmennina og það hefur Brann ekki gert,“ segir Ólafur Örn Bjarnason.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira