Grillaður BBQ lambahryggur Eva Laufey skrifar 3. júlí 2014 16:30 Eva Laufey sótti Völund Snæ, stjörnukokk heim í þættinum Höfðingjar heim að sækja. Völli bauð meðal annars upp á ljúffengan BBQ lambahrygg, pottsteikt grænmeti, sumarlegt salsa og hressandi greipaldindrykk með myntulaufum. Þessir réttir eiga eftir að koma ykkur í sumargírinn. Alveg frábærar uppskriftir sem allir ættu að prófa.Grillaður BBQ lambahryggur Fyrir fjóra1 lambahryggur (skorinn í tvennt þvert fyrir miðju)Marinering:2 msk ferskt rifið engifer2 msk ferskur rifin hvítlaukur1 dl safi úr ferskum sítrónum eða lime1 dl soya sósa1 tsk cummen duft1 tsk papriku duft1 tsk marsala(1 dl tómatsósa sem bætt er við síðar.)Grænmeti:2 msk. Olífuolía1 lítid butternut grasker (eða tvær sætar kartöflur)1 rauðlaukur (skorinn í strimla)2 stilkar sellerí (smátt skorið)1 lítill haus spergilkál (skorið í littla hausa)Salt og piparAðferð:Lambahryggur: Kross skerið í fituna þannig að marineringin komist betur að kjötinu og fitan bráðni betur við grillun. Skerið niður með hryggnum meðfram beini alveg niður að rifjum beggja vegna. Látið í eldfast mót og marineringuna yfir í um það bil tvo klukkutíma.Marinering: Öllu blandad saman (nema tómatsósunni) og sett yfir lambið.Grænmetið: Hitið passlega stóran pott med loki, setjið olíuna í og svo allt grænmetið í pottinn og létt steikið. Lokið sett yfir og hitin lækkaður, látið eldast i um það bil 15-20 mín.Grillun: Grillið lambið á meðal hita þar til puran er fallega gyllt. Það er áríðandi að vinna vel á grillinu og passa að ekki komi upp eldur. Snúið hryggnum við og lokið grillinu í 10-20 mín (fer eftir hita grillsins og stærð hryggjarins). Þegar lambið er tilbúið er það látið hvíla og svo skorið af beinin. Marineringin er tekin og sett í pott og hún hituð aðeins upp. Tómatsósunni bætt við og þá er BBQ sósan tilbúin. Grænmetið er sett á disk ásamt kjötinu sem gott er að skera í sneiðar. Berið svo fram með BBQ sósunni. Eva Laufey Grillréttir Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Eva Laufey sótti Völund Snæ, stjörnukokk heim í þættinum Höfðingjar heim að sækja. Völli bauð meðal annars upp á ljúffengan BBQ lambahrygg, pottsteikt grænmeti, sumarlegt salsa og hressandi greipaldindrykk með myntulaufum. Þessir réttir eiga eftir að koma ykkur í sumargírinn. Alveg frábærar uppskriftir sem allir ættu að prófa.Grillaður BBQ lambahryggur Fyrir fjóra1 lambahryggur (skorinn í tvennt þvert fyrir miðju)Marinering:2 msk ferskt rifið engifer2 msk ferskur rifin hvítlaukur1 dl safi úr ferskum sítrónum eða lime1 dl soya sósa1 tsk cummen duft1 tsk papriku duft1 tsk marsala(1 dl tómatsósa sem bætt er við síðar.)Grænmeti:2 msk. Olífuolía1 lítid butternut grasker (eða tvær sætar kartöflur)1 rauðlaukur (skorinn í strimla)2 stilkar sellerí (smátt skorið)1 lítill haus spergilkál (skorið í littla hausa)Salt og piparAðferð:Lambahryggur: Kross skerið í fituna þannig að marineringin komist betur að kjötinu og fitan bráðni betur við grillun. Skerið niður með hryggnum meðfram beini alveg niður að rifjum beggja vegna. Látið í eldfast mót og marineringuna yfir í um það bil tvo klukkutíma.Marinering: Öllu blandad saman (nema tómatsósunni) og sett yfir lambið.Grænmetið: Hitið passlega stóran pott med loki, setjið olíuna í og svo allt grænmetið í pottinn og létt steikið. Lokið sett yfir og hitin lækkaður, látið eldast i um það bil 15-20 mín.Grillun: Grillið lambið á meðal hita þar til puran er fallega gyllt. Það er áríðandi að vinna vel á grillinu og passa að ekki komi upp eldur. Snúið hryggnum við og lokið grillinu í 10-20 mín (fer eftir hita grillsins og stærð hryggjarins). Þegar lambið er tilbúið er það látið hvíla og svo skorið af beinin. Marineringin er tekin og sett í pott og hún hituð aðeins upp. Tómatsósunni bætt við og þá er BBQ sósan tilbúin. Grænmetið er sett á disk ásamt kjötinu sem gott er að skera í sneiðar. Berið svo fram með BBQ sósunni.
Eva Laufey Grillréttir Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira