Niðurstöðum um dauðatíma hvala verður haldið leyndum Svavar Hávarðsson skrifar 3. júlí 2014 09:58 Deilt er um hvort veiðiaðferðir við hvalveiðar eru skilvirkar og dýrin deyi samstundis þegar þau eru skotin. Fréttablaðið/jse Niðurstöður yfirstandandi rannsókna á dauðatíma langreyðar og hrefnu verða ekki gerðar opinberar er þeim lýkur. Sama gildir um skýrslur Fiskistofu um eftirlitsferðir vegna hvalveiða við landið. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra var fenginn norskur dýralæknir til að sinna rannsóknum sem þessa dagana standa yfir í einu hvalveiðiskipa Hvals hf. Rannsókn Norðmannsins á hrefnuveiðunum er lokið. Hann hefur sinnt sömu rannsóknum í Noregi. Spurður af hverju niðurstöðurnar verða ekki gerðar opinberar segir Eyþór að um samstarfsverkefni með Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu sé að ræða. „Sambærilegar upplýsingar hafa ekki verið gerðar opinberar í Noregi og á þessum tímapunkti sjáum við ekki frekar ástæðu til að gera það hér,“ segir Eyþór. Hvað varðar skýrslur Fiskistofu er um vinnugögn að ræða en komi upp brotamál eru slík gögn birt. „Þetta er í samræmi við allt okkar verklag,“ segir hann. Bæði almenningur og andstæðingar hvalveiða hafa lengi byggt hluta af sinni gagnrýni á hversu ómannúðlegar veiðiaðferðir hvalveiðimanna eru, sem af hvalveiðisinnum er jafnan svarað með gagnstæðum rökum. „Það er alveg sjónarmið,“ segir Eyþór spurður hvort það sé ekki brýnt að niðurstöðurnar verði birtar og umræðan byggist á bestu fáanlegu upplýsingum. Rannsóknirnar eru að hluta kostaðar með leyfisgjaldi hvalveiðifyrirtækjanna, segir í svari ráðherra. Gjaldið á að standa straum af eftirliti samkvæmt lögum. Eyþór segir það ekki rökstyðja birtingu gagnanna að um almannafé sé að ræða. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Niðurstöður yfirstandandi rannsókna á dauðatíma langreyðar og hrefnu verða ekki gerðar opinberar er þeim lýkur. Sama gildir um skýrslur Fiskistofu um eftirlitsferðir vegna hvalveiða við landið. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra var fenginn norskur dýralæknir til að sinna rannsóknum sem þessa dagana standa yfir í einu hvalveiðiskipa Hvals hf. Rannsókn Norðmannsins á hrefnuveiðunum er lokið. Hann hefur sinnt sömu rannsóknum í Noregi. Spurður af hverju niðurstöðurnar verða ekki gerðar opinberar segir Eyþór að um samstarfsverkefni með Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu sé að ræða. „Sambærilegar upplýsingar hafa ekki verið gerðar opinberar í Noregi og á þessum tímapunkti sjáum við ekki frekar ástæðu til að gera það hér,“ segir Eyþór. Hvað varðar skýrslur Fiskistofu er um vinnugögn að ræða en komi upp brotamál eru slík gögn birt. „Þetta er í samræmi við allt okkar verklag,“ segir hann. Bæði almenningur og andstæðingar hvalveiða hafa lengi byggt hluta af sinni gagnrýni á hversu ómannúðlegar veiðiaðferðir hvalveiðimanna eru, sem af hvalveiðisinnum er jafnan svarað með gagnstæðum rökum. „Það er alveg sjónarmið,“ segir Eyþór spurður hvort það sé ekki brýnt að niðurstöðurnar verði birtar og umræðan byggist á bestu fáanlegu upplýsingum. Rannsóknirnar eru að hluta kostaðar með leyfisgjaldi hvalveiðifyrirtækjanna, segir í svari ráðherra. Gjaldið á að standa straum af eftirliti samkvæmt lögum. Eyþór segir það ekki rökstyðja birtingu gagnanna að um almannafé sé að ræða.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira