Eugenie Bouchard frá Kanada heldur áfram að gera það gott en hún er komin áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins í tennis.
Bouchard hefur komist í undanúrslit allra þriggja stórmótanna til þessa árinu en hún hafði betur gegn Angelique Kerber frá Þýskalandi, 6-3 og 6-4.
Hún mætir Simona Halep frá Rúmeníu í undanúrslitunum á morgun en Halep er í þriðja sæti heimslistans, á eftir Serenu Williams og Li Na sem báðar eru fallnar úr leik.
Halep vann sína viðureign í fjórðungsúrslitum nokkuð auðveldlega en hún mætti Sabine Lisicki og vann, 6-4 og 6-0. Lisicki komst í úrslit Wimbledon-mótsins í fyrra.
Petra Kvitova og Lucie Safarova eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni en báðar eru tékkneskar. Sýnt verður beint frá báðum viðureignum á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsending klukkan 12.00.
