Hægir ferðina ef nálgast er hraðamyndavél Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2014 09:15 Hraðamyndavélar verða litlir óvinir eigenda Hyundai Genesis. Draumabúnaðurinn er mættur, en hver væri ekki til í að fá aldrei hraðasekt úr sjálfvirkum hraðamyndavélum aftur? Hyundai hefur sett búnað í nýjan Genesis bíl sinn sem hægir ferðina á bílnum áður en komið er að hraðamyndavélum. Reyndar er búnaður Hyundai sáraeinfaldur og byggir á þekktri tækni. Hann samanstendur af samtvinnuðum upplýsingum úr leiðsögukerfi þar sem settar hafa verið upplýsingar um hvar þessar myndavélar eru og búnaði sem hægir sjálfvirkt á bílum ef farið er of nálægt öðrum bílum eða hlutum. Samtvinning þessa er stórsniðug og stundum þarf ekki að finna aftur upp hjólið til að úr verði frábær uppfinning. Ekki er eins víst að lögreglan, umferðastofur og þeir sem gæta ríkiskassans í hverju landi séu eins himinlifandi með þessa uppfinningu Hyundai og kaupendur Genesis. Í fyrstu verður þessi búnaður þó aðeins í boði í heimalandinu S-Kóreu, en vonandi kemur hann í bíla ætlaða Evrópumarkaði sem allra fyrst og þá í sem flestum gerðum Hyundai bíla. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent
Draumabúnaðurinn er mættur, en hver væri ekki til í að fá aldrei hraðasekt úr sjálfvirkum hraðamyndavélum aftur? Hyundai hefur sett búnað í nýjan Genesis bíl sinn sem hægir ferðina á bílnum áður en komið er að hraðamyndavélum. Reyndar er búnaður Hyundai sáraeinfaldur og byggir á þekktri tækni. Hann samanstendur af samtvinnuðum upplýsingum úr leiðsögukerfi þar sem settar hafa verið upplýsingar um hvar þessar myndavélar eru og búnaði sem hægir sjálfvirkt á bílum ef farið er of nálægt öðrum bílum eða hlutum. Samtvinning þessa er stórsniðug og stundum þarf ekki að finna aftur upp hjólið til að úr verði frábær uppfinning. Ekki er eins víst að lögreglan, umferðastofur og þeir sem gæta ríkiskassans í hverju landi séu eins himinlifandi með þessa uppfinningu Hyundai og kaupendur Genesis. Í fyrstu verður þessi búnaður þó aðeins í boði í heimalandinu S-Kóreu, en vonandi kemur hann í bíla ætlaða Evrópumarkaði sem allra fyrst og þá í sem flestum gerðum Hyundai bíla.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent