Jakob Örn verður ekki með landsliðinu í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2014 12:30 Jakob Örn Sigurðarson í landsleik gegn Ísrael. vísir/daníel KKÍ sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kynntur er fyrsti æfingahópur CraigPedersens, nýs landsliðsþjálfara í körfubolta. Þrjátíu leikmenn mæta til æfinga en úr þeim hópi verður lokahópurinn valinn sem leikur í undankeppni EM 2015 í sumar. Það kom eflaust fáum á óvart að sjá nafn Jakobs Arnar Sigurðarsonar í hópnum enda Jakob verið einn besti leikmaður þjóðarinnar um árabil og lykilmaður í íslenska liðinu. Hann verður þó ekki með landsliðinu í sumar og kom honum nokkuð á óvart að sjá nafn sitt á blaði. „Ég verð ekki með og þeir vita af því,“ segir Jakob Örn í samtali við Vísi. Það er mikið áfall fyrir íslenska liðið að vera án leikstjórnandans, sem leikur með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni og er einn besti leikmaðurinn í Svíþjóð. En af hverju verður hann ekki með. „Mér finnst löngunin ekki 100 prósent til staðar. Þá finnst mér ekki rétt gagnvart hinum strákunum og KKÍ að vera með. Ef ég ætla ekki að vera með af fullum krafti er betra að velja einhvern annan,“ segir Jakob Örn sem ætlar að einbeita sér að öðrum hlutum í sumar. „Ég set fókusinn á fjölskylduna. Ég er með tvo unga stráka sem ég ætla einbeita mér að. Hugurinn er bara meira þar núna,“ segir Jakob Örn Sigurðarson. Fyrsti heimaleikur Íslands verður í Laugardalshöllinni 10. ágúst gegn Bretlandi. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Æfingahópur landsliðsins í körfubolta klár Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í körfubolta völdu í dag 30 leikmanna æfingahóp fyrir verkefnin sem framundan eru. Íslenska liðið mætir Bretlandi og Bosníu í undankeppni Evrópumótsins í haust. 1. júlí 2014 11:45 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
KKÍ sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kynntur er fyrsti æfingahópur CraigPedersens, nýs landsliðsþjálfara í körfubolta. Þrjátíu leikmenn mæta til æfinga en úr þeim hópi verður lokahópurinn valinn sem leikur í undankeppni EM 2015 í sumar. Það kom eflaust fáum á óvart að sjá nafn Jakobs Arnar Sigurðarsonar í hópnum enda Jakob verið einn besti leikmaður þjóðarinnar um árabil og lykilmaður í íslenska liðinu. Hann verður þó ekki með landsliðinu í sumar og kom honum nokkuð á óvart að sjá nafn sitt á blaði. „Ég verð ekki með og þeir vita af því,“ segir Jakob Örn í samtali við Vísi. Það er mikið áfall fyrir íslenska liðið að vera án leikstjórnandans, sem leikur með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni og er einn besti leikmaðurinn í Svíþjóð. En af hverju verður hann ekki með. „Mér finnst löngunin ekki 100 prósent til staðar. Þá finnst mér ekki rétt gagnvart hinum strákunum og KKÍ að vera með. Ef ég ætla ekki að vera með af fullum krafti er betra að velja einhvern annan,“ segir Jakob Örn sem ætlar að einbeita sér að öðrum hlutum í sumar. „Ég set fókusinn á fjölskylduna. Ég er með tvo unga stráka sem ég ætla einbeita mér að. Hugurinn er bara meira þar núna,“ segir Jakob Örn Sigurðarson. Fyrsti heimaleikur Íslands verður í Laugardalshöllinni 10. ágúst gegn Bretlandi.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Æfingahópur landsliðsins í körfubolta klár Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í körfubolta völdu í dag 30 leikmanna æfingahóp fyrir verkefnin sem framundan eru. Íslenska liðið mætir Bretlandi og Bosníu í undankeppni Evrópumótsins í haust. 1. júlí 2014 11:45 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Æfingahópur landsliðsins í körfubolta klár Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í körfubolta völdu í dag 30 leikmanna æfingahóp fyrir verkefnin sem framundan eru. Íslenska liðið mætir Bretlandi og Bosníu í undankeppni Evrópumótsins í haust. 1. júlí 2014 11:45
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum