

Alþjóða aksturstíþróttasambandið (FIA) leitar nú nýrra leiða til að refsa liðum fyrir óörugg þjónustuhlé. Núgildandi reglur refsa ökumönnum fyrir slík þjónustuhlé.
Aukin áhersla er nú í Formúlu 1 á áreiðanleika. Hér förum við yfir hver er búinn að nota hvað. Refsingar liggja við notkun fleiri hluta en heimilt er.
Nico Rosberg fær átta og hálfan milljarð fyrir nýjan þriggja ára samning við Mercedes.
McLaren liðið hefur staðfest að það muni fjarlægja FRIC fjöðrunina úr sínum bílum fyrir þýska kappasturinn.
Valtteri Bottas, ökumaður Williams telur að Mercedes liðið verði fyrir mestum áhrifum ef tengd fram og aftur fjöðrun (FRIC) verður bönnuð. Bottas telur að bannið myndi ekki hafa áhrif á Williams liðið.
Ætlaði að heiðra árangur þýska landsliðsins á keppnishjálmi sínum.
Sebastian Vettel, núverandi heimsmeistari í Formúlu 1 heldur enn í vonina um að verða heimsmeistari í lok tímabils.