Rosberg er þýskur og ætlaði að heiðra árangur þýska landsliðsins í knattspyrnu með því að setja HM-bikarinn á hjálminn sinn með þeim ártölum sem Þýskaland hefur orðið heimsmeistari í knattspyrnu.
Hann tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni á þriðjudag en FIFA hefur brugðist við með því að gefa út yfirlýsingu um málið þar sem segir að sambandið muni neyðast til að beita lagalegum úrræðum gegn hvers konar ólöglegri notkun á bikarnum eða öðru höfundarréttarvörðu efni á vegum sambandsins.
FIFA sagðist þó hafa skilning á að Rosberg vildi halda upp á árangur Þýskalands á HM og sagðist hafa átt í viðræðum við keppnislið hans um hvaða aðrar lausnir honum stæði til boða í þeim efnum.
Þýski kappaksturinn fer fram á Hockenheim-brautinni um helgina og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
this will be my Hockenheim World Cup special edition helmet with the FIFA trophy. How do you like it??? @DFB_Team pic.twitter.com/ZKE4gh5EpA
— Nico Rosberg (@nico_rosberg) July 15, 2014