Ráðherra segir Juncker loka endanlega ESB umsókn Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2014 19:39 Utanríkisráðherra segir aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu lokið og með yfirlýsingu nýs forseta framkvæmdastjórnar sambandsins sé hann í raun að loka málinu. En nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Í dag eru nákvæmlega fimm ár frá því Alþingi samþykkti að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. En á sama tíma er komin viss þreyta í stækkunarferlið og nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsti því yfir í gær að fimm ára hlé yrði gert á fjölgun aðildarríkja. Evrópuþingið staðfesti skipun Jean-Claude Juncker í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær. Við það tækifæri sagði Junkcker að sambandsríkin þyrftu að melta þá þrettán ríkja fjölgun sem orðið hefði á aðildarríkjunum undanfarin tíu ár. Yfirstandandi viðræðum yrði haldið áfram en fimm ára hlé gert á fjölgun aðildarríkja. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir þetta í samræmi við það sem stjórnarflokkarnir hafi haldið fram, um að Evrópusambandið væri að breytast og væri í ákveðinni naflaskoðun. „Og Juncker er í rauninni að segja það að hann ætli að einbeita sér að því að leysa ákveðin innri vandamál og vilji þess vegna ekki fá frekari stækkun í það minnsta á meðan svo er. Og þessi fimm ár sem hann talar um geta að sjálfsöðgu orðið töluvert lengri tími þegar fram líður,“ segir utanríkisráðherra. Þetta sé líka í takt við vilja ríkisstjórnarinnar sem vilji ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið né halda viðræðum áfram. Juncker sé í raun að ljúka málinu án þess að íslendingar þurfi að hafa mikið fyrir því. „Í sjálfu sér er þetta allt búið. Það eina sem er eftir er að við erum í einhverri bók skráð sem umsóknarríki. Annað er nú ekki eftir af þessu ferli öllu saman. Og mér sýnist að það megi túlka þetta þannig að Juncker sé að loka málinu,“ segir Gunnar Bragi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir þessa stöðu sýna hvað mikilvægt sé að halda áfram með aðildarumsóknina. „Það er enginn vilji Evrópusambandsins til að slíta þessum viðræðum. Ísland er umsóknarríki og Evrópusambandið hefur marg lýst því yfir að það er tilbúið til að halda áfram þeim viðræðum. Það liggur líka ljóst fyrir af þessum yfirlýsingum að það stendur til að halda áfram viðræðum við umsóknarríki á næstu misserum og árum. Við þurfum að halda vel á spöðunum, gera það sem að okkur snýr, sem er að ljúka samningi, leggja hann svo í dóm þjóðarinnar og fá þannig botn í þetta mál,“ segir Árni Páll. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira
Utanríkisráðherra segir aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu lokið og með yfirlýsingu nýs forseta framkvæmdastjórnar sambandsins sé hann í raun að loka málinu. En nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Í dag eru nákvæmlega fimm ár frá því Alþingi samþykkti að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. En á sama tíma er komin viss þreyta í stækkunarferlið og nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsti því yfir í gær að fimm ára hlé yrði gert á fjölgun aðildarríkja. Evrópuþingið staðfesti skipun Jean-Claude Juncker í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær. Við það tækifæri sagði Junkcker að sambandsríkin þyrftu að melta þá þrettán ríkja fjölgun sem orðið hefði á aðildarríkjunum undanfarin tíu ár. Yfirstandandi viðræðum yrði haldið áfram en fimm ára hlé gert á fjölgun aðildarríkja. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir þetta í samræmi við það sem stjórnarflokkarnir hafi haldið fram, um að Evrópusambandið væri að breytast og væri í ákveðinni naflaskoðun. „Og Juncker er í rauninni að segja það að hann ætli að einbeita sér að því að leysa ákveðin innri vandamál og vilji þess vegna ekki fá frekari stækkun í það minnsta á meðan svo er. Og þessi fimm ár sem hann talar um geta að sjálfsöðgu orðið töluvert lengri tími þegar fram líður,“ segir utanríkisráðherra. Þetta sé líka í takt við vilja ríkisstjórnarinnar sem vilji ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið né halda viðræðum áfram. Juncker sé í raun að ljúka málinu án þess að íslendingar þurfi að hafa mikið fyrir því. „Í sjálfu sér er þetta allt búið. Það eina sem er eftir er að við erum í einhverri bók skráð sem umsóknarríki. Annað er nú ekki eftir af þessu ferli öllu saman. Og mér sýnist að það megi túlka þetta þannig að Juncker sé að loka málinu,“ segir Gunnar Bragi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir þessa stöðu sýna hvað mikilvægt sé að halda áfram með aðildarumsóknina. „Það er enginn vilji Evrópusambandsins til að slíta þessum viðræðum. Ísland er umsóknarríki og Evrópusambandið hefur marg lýst því yfir að það er tilbúið til að halda áfram þeim viðræðum. Það liggur líka ljóst fyrir af þessum yfirlýsingum að það stendur til að halda áfram viðræðum við umsóknarríki á næstu misserum og árum. Við þurfum að halda vel á spöðunum, gera það sem að okkur snýr, sem er að ljúka samningi, leggja hann svo í dóm þjóðarinnar og fá þannig botn í þetta mál,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira