Range Rover selst eins og heitar lummur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2014 11:05 Mynd/Wikipedia Alls hafa selst 35 jeppar af gerðinni Range Rover það sem af er ári hjá BL. Allt árið 2013 seldust tuttugu bílar sömu gerðar. Um 75 prósenta aukningu er að ræða á milli ára. Range Rover heyrir undir Land Rover línuna en í henni allri hafa selst 104 bílar á árinu. Land Rover Discovery er langvinsælasti bíllinn í línunni en 56 eintök af þeirri tegund hafa selst samanborið við 44 á sama tíma í fyrra. Nýr Discovery kostar 11,4 milljónir króna. Þá hafa selst 13 Land Rover Defender sem kostar 8,5 milljónir króna. Af þeim 35 Range Rover bílum sem selst hafa á árinu eru flestir Range Rover Sport eða 19. Kostar hann 14,9 milljónir króna. Næst á eftir kemur Range Rover Evoque sem kostar 7,8 milljónir króna. Þá hafa selst tveir Range Rover í dýrasta flokknum en kaupverðið á honum er 24 milljónir króna. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Alls hafa selst 35 jeppar af gerðinni Range Rover það sem af er ári hjá BL. Allt árið 2013 seldust tuttugu bílar sömu gerðar. Um 75 prósenta aukningu er að ræða á milli ára. Range Rover heyrir undir Land Rover línuna en í henni allri hafa selst 104 bílar á árinu. Land Rover Discovery er langvinsælasti bíllinn í línunni en 56 eintök af þeirri tegund hafa selst samanborið við 44 á sama tíma í fyrra. Nýr Discovery kostar 11,4 milljónir króna. Þá hafa selst 13 Land Rover Defender sem kostar 8,5 milljónir króna. Af þeim 35 Range Rover bílum sem selst hafa á árinu eru flestir Range Rover Sport eða 19. Kostar hann 14,9 milljónir króna. Næst á eftir kemur Range Rover Evoque sem kostar 7,8 milljónir króna. Þá hafa selst tveir Range Rover í dýrasta flokknum en kaupverðið á honum er 24 milljónir króna.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira