Porsche Boxster er ljúfasta eldflaug Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2014 10:57 Porsche sportbílaframleiðandinn er frægastur fyrir 911 bíl sinn en framleiðir einnig minni gerðir sportbíla, þar á meðal systurbílana Boxster og Cayman. Margir bílablaðamenn hafa haft á orði að svo vel séu þessir minni sportbílar úr garði gerðir að þeir gefi hinum fræga 911 ekki svo mikið eftir og þar sem þeir eru talsvert miklu ódýrari bílar en 911 bíllinn, séu í þeim hörkugóð kaup. Nýjasta gerð Porsche Boxster er nú kominn til landsins og var bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is svo heppinn að fá að prófa hann bíl í síðustu viku. Óhætt er að taka undir umsagnir erlendra bílablaðamanna að þar fari magnaður bíll sem hrein dásemd er að aka. Sannarlega eru ekki eins mörg hestöfl í skottinu á Boxster og í 911, en þar sem hann er talsvert léttari bíll er hann sama eldflaugin. Það sem ef til vill enn meira máli skiptir er hversu auðvelt og lipurt er að aka þessum bíl og væri óhætt að setja hvaða ömmu undir stýri á þessum magnaða bíl. Helsti munurinn á Boxster og Cayman er sá að Boxster er blæjubíll en Cayman með hörðu þaki. Svo vel er blæjan úr garði gerð að þegar hún er uppi finnst alls ekki fyrir því að þar fari blæjubíll og ekkert vindgnauð þó hratt sé farið. Því fylgir því enginn ókostur að hann sé með blæju, heldur aðeins sá kostur að geta látið ferska loftið leika við farþega á góðviðrisdögum. Auk þess tekur það ekki nema 9 sekúndur að reisa eða fella blæjuna á Boxster og er hrein unun að sjá það gerast og það má framkvæma á allt að 60 km hraða. Nýjan Boxster má sjá í sýningarsal Bílabúðar Benna en sá bíll er 265 hestöfl úr 2,7 lítra vél og kostar 10.950.000 kr. Hann er með hina frábæru PDK sjálfskiptingu Porsche og með henni er hann 5,5 sekúndur í 100 km hraða. Þrátt fyrir allt sitt mikla afl eyðir þessi bíll ekki nema 7,7 lítrum í blönduðum akstri. Innanrými Boxster er gullfallegt eins og í öllum Porsche bílum. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent
Porsche sportbílaframleiðandinn er frægastur fyrir 911 bíl sinn en framleiðir einnig minni gerðir sportbíla, þar á meðal systurbílana Boxster og Cayman. Margir bílablaðamenn hafa haft á orði að svo vel séu þessir minni sportbílar úr garði gerðir að þeir gefi hinum fræga 911 ekki svo mikið eftir og þar sem þeir eru talsvert miklu ódýrari bílar en 911 bíllinn, séu í þeim hörkugóð kaup. Nýjasta gerð Porsche Boxster er nú kominn til landsins og var bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is svo heppinn að fá að prófa hann bíl í síðustu viku. Óhætt er að taka undir umsagnir erlendra bílablaðamanna að þar fari magnaður bíll sem hrein dásemd er að aka. Sannarlega eru ekki eins mörg hestöfl í skottinu á Boxster og í 911, en þar sem hann er talsvert léttari bíll er hann sama eldflaugin. Það sem ef til vill enn meira máli skiptir er hversu auðvelt og lipurt er að aka þessum bíl og væri óhætt að setja hvaða ömmu undir stýri á þessum magnaða bíl. Helsti munurinn á Boxster og Cayman er sá að Boxster er blæjubíll en Cayman með hörðu þaki. Svo vel er blæjan úr garði gerð að þegar hún er uppi finnst alls ekki fyrir því að þar fari blæjubíll og ekkert vindgnauð þó hratt sé farið. Því fylgir því enginn ókostur að hann sé með blæju, heldur aðeins sá kostur að geta látið ferska loftið leika við farþega á góðviðrisdögum. Auk þess tekur það ekki nema 9 sekúndur að reisa eða fella blæjuna á Boxster og er hrein unun að sjá það gerast og það má framkvæma á allt að 60 km hraða. Nýjan Boxster má sjá í sýningarsal Bílabúðar Benna en sá bíll er 265 hestöfl úr 2,7 lítra vél og kostar 10.950.000 kr. Hann er með hina frábæru PDK sjálfskiptingu Porsche og með henni er hann 5,5 sekúndur í 100 km hraða. Þrátt fyrir allt sitt mikla afl eyðir þessi bíll ekki nema 7,7 lítrum í blönduðum akstri. Innanrými Boxster er gullfallegt eins og í öllum Porsche bílum.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent