Tekur ekki vel í sölu áfengis í verslunum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. júlí 2014 20:00 VISIR/GVA Fréttir af áhuga bandaríska smásölurisans Costco hafa vakið mikla athygli en fyrirtækið hefur meðal annars áhuga á að selja áfengi í verslunum og flytja inn ferskt bandarískt kjöt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í setningarræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99% þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum sé sterakjöt. „Þetta ætti ekki að vekja athygli umfram það bara að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningnum leyfum ekki innflutning á svona kjöti, vegna þessarar meðferðar,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn Framsóknarflokksins fluttu árið 2010 þingsályktunartillögu um að hefja viðræður við Bandaríkin um fríverslunarsamning. En myndi slíkur samningur ekki leiða til þess að heimilt yrði að flytja inn ferskt bandarískt kjöt? „Fríverslunarsamningar eru oft gerðir án þess að matvæli eða landbúnaðarvörur séu þar með og það er meðal annars af þessum sökum. En einnig vegna þess að flest, ef ekki öll, lönd í heiminum vilja hafa sem mesta matvælaframleiðslu innanlands, svona eins og kostur er,“ segir Sigmundur. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Óformleg könnun fréttastofu fyrr í vikunni leiddi í ljós að 30 þingmenn, hið minnsta, koma til með að styðja frumvarp Vilhjálms. En kemur Sigmundur til með að styðja frumvarpið? „Ég hef mjög varann á hvað varðar sölu og aðgengi að vörum eins og áfengi í öðrum verslunum en þeim sem eru með þetta núna. Svo er annað í þessu sem að menn geta velt fyrir sér. Hvort það ætti að leyfa kaupmanninum á horninu, litlum verslunum, hér í Reykjavík og auðvitað á landsbyggðinni, að selja áfengi frekar en þessum stóru. Þetta eru allt einhverjir hlutir til að skoða og velta fyrir sér en á heildina litið er ekki æskilegt að rýmka aðgengi að vörum eins og áfengi. Vegna þess að það þýðir einfaldlega meiri neysla, sem er ekki æskilegt,“ segir Sigmundur. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Fréttir af áhuga bandaríska smásölurisans Costco hafa vakið mikla athygli en fyrirtækið hefur meðal annars áhuga á að selja áfengi í verslunum og flytja inn ferskt bandarískt kjöt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í setningarræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99% þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum sé sterakjöt. „Þetta ætti ekki að vekja athygli umfram það bara að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningnum leyfum ekki innflutning á svona kjöti, vegna þessarar meðferðar,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn Framsóknarflokksins fluttu árið 2010 þingsályktunartillögu um að hefja viðræður við Bandaríkin um fríverslunarsamning. En myndi slíkur samningur ekki leiða til þess að heimilt yrði að flytja inn ferskt bandarískt kjöt? „Fríverslunarsamningar eru oft gerðir án þess að matvæli eða landbúnaðarvörur séu þar með og það er meðal annars af þessum sökum. En einnig vegna þess að flest, ef ekki öll, lönd í heiminum vilja hafa sem mesta matvælaframleiðslu innanlands, svona eins og kostur er,“ segir Sigmundur. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Óformleg könnun fréttastofu fyrr í vikunni leiddi í ljós að 30 þingmenn, hið minnsta, koma til með að styðja frumvarp Vilhjálms. En kemur Sigmundur til með að styðja frumvarpið? „Ég hef mjög varann á hvað varðar sölu og aðgengi að vörum eins og áfengi í öðrum verslunum en þeim sem eru með þetta núna. Svo er annað í þessu sem að menn geta velt fyrir sér. Hvort það ætti að leyfa kaupmanninum á horninu, litlum verslunum, hér í Reykjavík og auðvitað á landsbyggðinni, að selja áfengi frekar en þessum stóru. Þetta eru allt einhverjir hlutir til að skoða og velta fyrir sér en á heildina litið er ekki æskilegt að rýmka aðgengi að vörum eins og áfengi. Vegna þess að það þýðir einfaldlega meiri neysla, sem er ekki æskilegt,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira