Létt var yfir stelpunum í Leifsstöð og spenna fyrir því að taka þátt EM smáþjóða í fyrsta skipti í áratug.
Ísland missti aðeins af einni keppni á árunum 1989-2004, að því fram kemur á vefsíðu KKÍ, en hefur ekki verið með síðan þá.
Stelpurnar mæta fyrst Möltu á morgun í hádeginu að íslenskum tíma og svo Gíbraltar á sama tíma á þriðjudaginn, en eftir riðlakeppnina kemur framhaldið í ljós hjá íslenska liðinu.
Ísland hefur tvívegis unnið Evrópukeppni smáþjóða; árin 1996 og 2004. Það spilaði einnig til úrslit árið 2002 en fékk á endanum silfrið.
Flestir sigrar í Evrópukeppni smáþjóða:
4 - Austurríki (1989, 1993, 2012)
2 - Ísland (1996, 2004)
2 - Malta (2008, 2010)
1 - Tyrkland (1991)
1 - Albanía (2002)
1 - Lúxemborg (2006)
Gengi íslenska kvennalandsliðsins í Evrópukeppni smáþjóða:
2004 - 1. sæti
2002 - 2. sæti
1998 - 4. sæti
1996 - 1. sæti
1993 - 4. sæti
1991 - 5. sæti
1989 - 4. sæti
Upplýsingar frá vef KKÍ.
