Twin Within í nýjasta tölublaði Seventeen Kristjana Arnarsdóttir skrifar 12. júlí 2014 13:30 „Þetta er alveg frábært fyrir okkur og gaman að hafa á ferilskránni,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir en hálsmenalínan Twin Within, sem hönnuð er af Kristínu og systur hennar, Áslaugu Írisi, er til umfjöllunar í nýjasta tölublaði bandaríska unglingatímaritsins Seventeen.Kristín segir að stílisti tímaritsins hafi sett sig í samband við þær systur og beðið þær um að senda þeim hálsmen út. „Það var frekar stuttur fyrirvari á þessu öllu en við sendum þeim festar og þeim leist vel á. Þetta er í rauninni frekar súrrealískt, enda er þetta virkilega stórt blað þó svo að þetta sé kannski ekki beint fyrsta tímaritið sem ég lugga í á kaffihúsi. En þetta er frábært fyrir merkið og mjög gaman að sjá forsíðufyrirsætuna, leikkonuna Bellu Thorne, með festarnar okkar,“ segir Kristín, sem varð sér út um eintak af blaðinu fyrr í vikunni. „Ég kom við í Eymundsson og fletti í gegnum blaðið. Þetta var mjög skemmtilegt, mann langaði næstum því að hnippa í næsta mann í Eymundsson og benda á að maður væri í blaðinu,“ segir Kristín og hlær. Þær systur eru nú á fullu við að undirbúa nýja hálsmenalínu. „Við verðum með svipað efnisval, höldum áfram að notast við reipin og gúmmíslöngurnar. Það mætti segja að nýju festarnar komi til með að bera með sér heldur klassískt yfirbrgað þar sem svarthvítt verður ríkjandi.“ Twin Within hefur notið vinsælda erlendis og hafa hálsmenin til að mynda ratað í verslanir víða í Bandaríkjunum, London, Japan og Seattle. Líklegt er að Singapúr fái einnig að kynnast línunni en Kristín flytur þangað á allra næstu dögum. „Maðurinn minn er að fara þangað í mastersnám svo ég skelli mér með ásamt dóttur okkar. Þar ætla ég að vera á fullu í festagerð.“ Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Þetta er alveg frábært fyrir okkur og gaman að hafa á ferilskránni,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir en hálsmenalínan Twin Within, sem hönnuð er af Kristínu og systur hennar, Áslaugu Írisi, er til umfjöllunar í nýjasta tölublaði bandaríska unglingatímaritsins Seventeen.Kristín segir að stílisti tímaritsins hafi sett sig í samband við þær systur og beðið þær um að senda þeim hálsmen út. „Það var frekar stuttur fyrirvari á þessu öllu en við sendum þeim festar og þeim leist vel á. Þetta er í rauninni frekar súrrealískt, enda er þetta virkilega stórt blað þó svo að þetta sé kannski ekki beint fyrsta tímaritið sem ég lugga í á kaffihúsi. En þetta er frábært fyrir merkið og mjög gaman að sjá forsíðufyrirsætuna, leikkonuna Bellu Thorne, með festarnar okkar,“ segir Kristín, sem varð sér út um eintak af blaðinu fyrr í vikunni. „Ég kom við í Eymundsson og fletti í gegnum blaðið. Þetta var mjög skemmtilegt, mann langaði næstum því að hnippa í næsta mann í Eymundsson og benda á að maður væri í blaðinu,“ segir Kristín og hlær. Þær systur eru nú á fullu við að undirbúa nýja hálsmenalínu. „Við verðum með svipað efnisval, höldum áfram að notast við reipin og gúmmíslöngurnar. Það mætti segja að nýju festarnar komi til með að bera með sér heldur klassískt yfirbrgað þar sem svarthvítt verður ríkjandi.“ Twin Within hefur notið vinsælda erlendis og hafa hálsmenin til að mynda ratað í verslanir víða í Bandaríkjunum, London, Japan og Seattle. Líklegt er að Singapúr fái einnig að kynnast línunni en Kristín flytur þangað á allra næstu dögum. „Maðurinn minn er að fara þangað í mastersnám svo ég skelli mér með ásamt dóttur okkar. Þar ætla ég að vera á fullu í festagerð.“
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira