30 þingmenn styðja áfengi í verslanir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júlí 2014 20:00 þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Verði frumvarpið að lögum yrði áfengi selt í afmörkuði rými innan verslana og sá sem afgreiðir þarf að hafa náð tilskildum aldri. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem frumvarp af þessu tagi er lagt fram á Alþingi. Árið 2007 fluttu 17 þingmenn, þar á meðal Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Það mál hlaut þó ekki endanlega afgreiðslu Alþingis, ekki frekar en frumvarp sama efnis sem var lagt fram á Alþingi haustið 2008, eins og frægt var.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en hann segir málið aðkallandi. „Ég held að þetta gæti breytt áfengisvenjum landsmanna. Þetta verði frekar að menningu okkar heldur en að þetta verði tabú eða spennandi. Þetta verði þá til þess að fólk kaupi frekar léttvín með matnum í staðinn fyrir að gera magninnkaup þegar að það á leið í bæinn eða í vínbúðina. Ég held að við leysum ekki áfengisvanda þjóðarinnar með höftum, heldur frekar með lausnum eins og að auka meðferðarúrræði og styrkja forvarnarsjóði í stað þess að setja boð og bönn,“ segir Vilhjálmur. Fréttastofa gerði óformlega könnun í dag meðal alþingismanna, en spurt var hvort þeir kæmu til með að styðja frumvarp Vilhjálms þess efnis að selja áfengi í verslunum. Öruggt þykir að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðji málið. Þingmenn Bjartrar framtíðar eru þó ekki einhuga í þessu máli en að minnsta kosti þrír koma til með að styðja það en einn er á móti. Píratar koma allir til með að styðja frumvarp Vilhjálms en aðeins einn þingmaður Samfylkingarinnar, aðrir sem fréttastofa náði tali af vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins koma til með að styðja málið og þrír munu greiða atkvæða gegn því. Aðrir gefa ekki upp afstöðu. Þá er búast við að þingflokkur Vinstri grænna muni greiða allur greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Því liggur fyrir að 30 þingmenn, hið minnsta, munu koma til með að styðja frumvarpið. 22 þingmenn eru óákveðnir eða gefa ekki upp afstöðu, en aðeins tveir þessara þingmanna þurfa að greiða atkvæði með frumvarpinu, svo það verði samþykkt sem lög frá Alþingi. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Verði frumvarpið að lögum yrði áfengi selt í afmörkuði rými innan verslana og sá sem afgreiðir þarf að hafa náð tilskildum aldri. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem frumvarp af þessu tagi er lagt fram á Alþingi. Árið 2007 fluttu 17 þingmenn, þar á meðal Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Það mál hlaut þó ekki endanlega afgreiðslu Alþingis, ekki frekar en frumvarp sama efnis sem var lagt fram á Alþingi haustið 2008, eins og frægt var.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en hann segir málið aðkallandi. „Ég held að þetta gæti breytt áfengisvenjum landsmanna. Þetta verði frekar að menningu okkar heldur en að þetta verði tabú eða spennandi. Þetta verði þá til þess að fólk kaupi frekar léttvín með matnum í staðinn fyrir að gera magninnkaup þegar að það á leið í bæinn eða í vínbúðina. Ég held að við leysum ekki áfengisvanda þjóðarinnar með höftum, heldur frekar með lausnum eins og að auka meðferðarúrræði og styrkja forvarnarsjóði í stað þess að setja boð og bönn,“ segir Vilhjálmur. Fréttastofa gerði óformlega könnun í dag meðal alþingismanna, en spurt var hvort þeir kæmu til með að styðja frumvarp Vilhjálms þess efnis að selja áfengi í verslunum. Öruggt þykir að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðji málið. Þingmenn Bjartrar framtíðar eru þó ekki einhuga í þessu máli en að minnsta kosti þrír koma til með að styðja það en einn er á móti. Píratar koma allir til með að styðja frumvarp Vilhjálms en aðeins einn þingmaður Samfylkingarinnar, aðrir sem fréttastofa náði tali af vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins koma til með að styðja málið og þrír munu greiða atkvæða gegn því. Aðrir gefa ekki upp afstöðu. Þá er búast við að þingflokkur Vinstri grænna muni greiða allur greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Því liggur fyrir að 30 þingmenn, hið minnsta, munu koma til með að styðja frumvarpið. 22 þingmenn eru óákveðnir eða gefa ekki upp afstöðu, en aðeins tveir þessara þingmanna þurfa að greiða atkvæði með frumvarpinu, svo það verði samþykkt sem lög frá Alþingi.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira