Leikirnir verða þeir fyrstu sem nýr landsliðsþjálfari, Craig Pedersen, stýrir liðinu í, en hann tók við Íslandi af Svíanum Peter Öqvist sem gerði góða hluti með liðið.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í morgun og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan.
KKÍ staðfesti fyrr í dag landsliðshópinn sem Fréttablaðið birti í morgun, en fjórtán leikmenn fara til Lúxemborgar.
Hópurinn:
Ólafur Ólafsson, Grindavík
Haukur Helgi Pálsson, Breogan
Elvar Már Friðriksson, Njarðvík
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík
Hlynur Bæringsson, Sundsvall Dragons
Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli
Martin Hermannsson, KR
Axel Kárason, Værlöse
Ragnar Nathanaelsson, Sundsvall Dragons
Hörður Axel Vilhjálmsson, MBC
Logi Gunnarsson, Njarðvík
Pavel Ermolinskij, KR
Jón Arnór Stefánsson æfði með liðinu í morgun, en hann fer ekki með til Lúxemborgar frekar en KR-ingurinn Helgi Már Magnússon. Þeir mæta aftur til æfinga þegar liðið kemur heim og verða með í undankeppni EM í ágúst þar sem liðið mætir Bosníu og Bretlandi heima og að heiman.
Þrjátíu leikmenn voru boðaðir til æfinga í upphafi og var ljóst þegar nær dró fyrstu æfingum að margir leikmenn gáfu ekki kost á sér og/eða voru meiddir. Þjálfarar landsliðsins boðuðu Sigurð Þorvaldsson, Snæfelli, inn í æfingahópinn frá þeim upprunalega sem gefinn var út.
Eftirtaldir leikmenn voru í æfingahópnum í upphafi:
Emil Barja, Haukum, SveinbjörnClaessen, ÍR, Stefán Karel Torfason, Snæfelli, TómasHeiðar Tómasson, Þór Þorlákshöfn, BirgirBjörnPétursson, Val og Matthías Orri Sigurðsson, ÍR.
Eftirtaldir leikmenn gáfu ekki kost á sér í liðið:
Brynjar Þór Björnsson
Darri Hilmarsson (meiddur)
Finnur Atli Magnússon (meiddur)
Helgi Rafn Viggósson
Jakob Örn Sigurðarsson
Jóhann Árni Ólafsson
Kristófer Acox (meiddur)
Marvin Valdimarsson
Mirko Stefán Virijevic
Ómar Örn Sævarsson
Ægir Þór Steinarsson (meiddur)






