Stikla úr næstu Mad Max Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2014 11:32 Mad Max myndirnar áströlsku hafa glatt margan bílaáhugamanninn og nú er farið að styttast í næstu mynd, þá fjórðu í röðinni sem fengið hefur nafnið Fury Road. Framleiðendur myndarinnar hafa sent frá sér stiklu úr myndinni og víst er að hasarinn verður ekki minni en í fyrri myndum og bílaflóran ef eitthvað er skrautlegri. Flestir bílarnir sem sjást í þessum myndum eru gerbreyttir en byggðir á þekktum framleiðslubílum. Sá fyrsti sem hér sést er kunnugur Áströlum, Ford Falcon XB af árgerð 1973, en hér með gríðarstóran keflablásara ofan á vélinni. Erfitt er að greina hvaða bílum hefur verið breytt, en þó sjást bílar eins og Cadillac af 1959 árgerð, gamall Mercedes Benz með W123 yfirbyggingu, Buick Eight af árgerð 1948, Dodge pallbíll af árgerð 1945, Willis af árgerð 1934 og Ford Mainline Utility af árgerð 1952 sem eingöngu var framleiddur fyrir Ástralíumarkað. Það er því heilmikil nostalgía í bílaúrvalinu í þessari nýju mynd og fátt nútímabíla sjáanlegir. Er það reyndar sem í fyrri myndum Mad Max. Fury Road kemur til sýninga í bíóhúsum á næsta ári. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent
Mad Max myndirnar áströlsku hafa glatt margan bílaáhugamanninn og nú er farið að styttast í næstu mynd, þá fjórðu í röðinni sem fengið hefur nafnið Fury Road. Framleiðendur myndarinnar hafa sent frá sér stiklu úr myndinni og víst er að hasarinn verður ekki minni en í fyrri myndum og bílaflóran ef eitthvað er skrautlegri. Flestir bílarnir sem sjást í þessum myndum eru gerbreyttir en byggðir á þekktum framleiðslubílum. Sá fyrsti sem hér sést er kunnugur Áströlum, Ford Falcon XB af árgerð 1973, en hér með gríðarstóran keflablásara ofan á vélinni. Erfitt er að greina hvaða bílum hefur verið breytt, en þó sjást bílar eins og Cadillac af 1959 árgerð, gamall Mercedes Benz með W123 yfirbyggingu, Buick Eight af árgerð 1948, Dodge pallbíll af árgerð 1945, Willis af árgerð 1934 og Ford Mainline Utility af árgerð 1952 sem eingöngu var framleiddur fyrir Ástralíumarkað. Það er því heilmikil nostalgía í bílaúrvalinu í þessari nýju mynd og fátt nútímabíla sjáanlegir. Er það reyndar sem í fyrri myndum Mad Max. Fury Road kemur til sýninga í bíóhúsum á næsta ári.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent