Porsche hættir framleiðslu grunngerðar Cayenne Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2014 13:38 Porsche Cayenne. Þegar 2015 árgerðin af Porsche Cayenne kemur á markað verður þar ekki lengur að finna ódýrustu gerð hans í dag með minnstu 300 hestafla bensínvélinni. Ódýrast gerð Cayenne verður þá dísilútgáfa hans og mun verð þess bíls verða 62.695 dollarar í Bandaríkjunum. Fjöldi gerða Cayenne af 2015 árgerðinni verða fjórar, Cayenne Diesel, Cayenne S, Cayenne S E-Hybrid og Cayenne Turbo. Það ber til tíðinda með Cayenne S bílinn að hann fær 6 strokka vél með tveimur forþjöppum í stað 8 strokka vélarinnar sem er í bílnum í dag, en samt mun hestaflatalan hækka úr 400 í 420 hestöfl. Cayenne S E-Hybrid verður 416 hestöfl og koma 95 þeirra frá rafmótorum en restin frá 3,0 lítra bensínvél með keflablásara. Sá bíll verður aðeins 5,4 sekúndur í hundraðið og aka má bílnum á allt að 125 km ferð eingöngu á rafmagninu. Það er ef til vill ekki skrítið að Porsche muni hætta framleiðslu á ódýrustu gerð Cayenne en afar litlu munar á verði hans og ódýrustu gerðar Macan jepplingsins og vill Porsche greina með sterklegri hætti milli þessara misstóru bíla. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent
Þegar 2015 árgerðin af Porsche Cayenne kemur á markað verður þar ekki lengur að finna ódýrustu gerð hans í dag með minnstu 300 hestafla bensínvélinni. Ódýrast gerð Cayenne verður þá dísilútgáfa hans og mun verð þess bíls verða 62.695 dollarar í Bandaríkjunum. Fjöldi gerða Cayenne af 2015 árgerðinni verða fjórar, Cayenne Diesel, Cayenne S, Cayenne S E-Hybrid og Cayenne Turbo. Það ber til tíðinda með Cayenne S bílinn að hann fær 6 strokka vél með tveimur forþjöppum í stað 8 strokka vélarinnar sem er í bílnum í dag, en samt mun hestaflatalan hækka úr 400 í 420 hestöfl. Cayenne S E-Hybrid verður 416 hestöfl og koma 95 þeirra frá rafmótorum en restin frá 3,0 lítra bensínvél með keflablásara. Sá bíll verður aðeins 5,4 sekúndur í hundraðið og aka má bílnum á allt að 125 km ferð eingöngu á rafmagninu. Það er ef til vill ekki skrítið að Porsche muni hætta framleiðslu á ódýrustu gerð Cayenne en afar litlu munar á verði hans og ódýrustu gerðar Macan jepplingsins og vill Porsche greina með sterklegri hætti milli þessara misstóru bíla.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent