Sindri Hrafn Guðmundsson náði ekki sínu besta fram í úrslitum í spjótkasti á HM U-19 sem fer fram í Eugene í Bandaríkjunum.
Sindri Hrafn hafnaði í tólfta og neðsta sæti í úrslitunum en hann kastaði lengst 65,61 m. Átta efstu að loknum fyrstu þremur umferðunum fá þrjú köst til viðbótar.
Íslandsmet Sindra er 77,28 m og var hann því langt frá sínu besta að þessu sinni. Hann kastaði 69,99 m í undanriðlinum sem varð fjórða lengsta kastið þá.
Aníta Hinriksdóttir og Hilmar Örn Jónsson komust einnig í úrslit í sínum greinum á HM í Eugene. Aníta hætti keppni í 800 m hlaupi og Hilmar Örn gerði þrívegis ógilt í sleggjukasti.
Sindri Hrafn varð tólfti
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
