Ögmundur Kristinsson var á meðal varamanna Randers er liðið vann Hobro, 2-1, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Hann kom til félagsins fyrr í mánuðinum og hefur verið á bekknum í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir að hann hélt utan.
Theodór Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn í liði Randers sem er á toppi deildairnnar með sex stig af sex mögulegum.
