Konur í miklum minnihluta á meðal þeirra tekjuhæstu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júlí 2014 10:17 Konur eru í miklum minnihluta í nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem út kom í dag. Í einungis einum flokk af nítján mögulegum skipar kona efsta sætið. Það er Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði HÍ, í flokknum „skólamenn“ með 7.167 þúsund í mánaðarlaun. Næst á eftir henni er Katrín Jakobsdóttir sem skipar annað sæti í sínum flokki, „forseti, alþingismenn og ráðherrar“ með 1.544 þúsund á mánuði. Fyrsta sæti þess lista skipar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson með 2.046 þúsund á mánuði.Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Actavis.vísir/gvaEinungis tíu prósent kvenna á meðal tekjuhæstu forstjóra Af tvö hundruð mögulegum eru tuttugu og ein kona á lista yfir tekjuhæstu forstjóra landsins, eða um tíu prósent. Fjórtán konur eru á lista yfir hundrað tekjuhæstu forstjóra landsins. Tekjuhæsta konan er Unnur Þorsteinsdóttir forstöðumaður erfðarannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu með 13.165 þúsund á mánuði. Á eftir henni kemur Guðbjörg Edda Eggertsdóttir fyrrverandi forstjóri Actavis með 10.402 þúsund á mánuði og skipar Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka þriðja sæti listans með 3.531 þúsund í mánaðarlaun.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/gvaKonur ná ekki hátt á lista yfir tekjuhæstu heilbrigðisstarfsmennina, en Marianne Ósk B. Nielsen læknir á Selfossi er í 55.sæti listans af 120 mögulegum með 1.879 þúsund á mánuði. Sömu sögu er að segja um flokk verkfræðinga en Helga Jóhanna Bjarnadóttir hjá verkfræðistofu Eflu skipar 50.sæti listans með 1.070 þúsund á mánuði. Engin kona nær á lista yfir tekjuhæstu sjómenn og útgerðarmenn af 240 mögulegum. Í blaðinu eru birtar eru tekjur rúmlega 3.500 Íslendinga og um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2013, og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Konur eru í miklum minnihluta í nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem út kom í dag. Í einungis einum flokk af nítján mögulegum skipar kona efsta sætið. Það er Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði HÍ, í flokknum „skólamenn“ með 7.167 þúsund í mánaðarlaun. Næst á eftir henni er Katrín Jakobsdóttir sem skipar annað sæti í sínum flokki, „forseti, alþingismenn og ráðherrar“ með 1.544 þúsund á mánuði. Fyrsta sæti þess lista skipar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson með 2.046 þúsund á mánuði.Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Actavis.vísir/gvaEinungis tíu prósent kvenna á meðal tekjuhæstu forstjóra Af tvö hundruð mögulegum eru tuttugu og ein kona á lista yfir tekjuhæstu forstjóra landsins, eða um tíu prósent. Fjórtán konur eru á lista yfir hundrað tekjuhæstu forstjóra landsins. Tekjuhæsta konan er Unnur Þorsteinsdóttir forstöðumaður erfðarannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu með 13.165 þúsund á mánuði. Á eftir henni kemur Guðbjörg Edda Eggertsdóttir fyrrverandi forstjóri Actavis með 10.402 þúsund á mánuði og skipar Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka þriðja sæti listans með 3.531 þúsund í mánaðarlaun.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/gvaKonur ná ekki hátt á lista yfir tekjuhæstu heilbrigðisstarfsmennina, en Marianne Ósk B. Nielsen læknir á Selfossi er í 55.sæti listans af 120 mögulegum með 1.879 þúsund á mánuði. Sömu sögu er að segja um flokk verkfræðinga en Helga Jóhanna Bjarnadóttir hjá verkfræðistofu Eflu skipar 50.sæti listans með 1.070 þúsund á mánuði. Engin kona nær á lista yfir tekjuhæstu sjómenn og útgerðarmenn af 240 mögulegum. Í blaðinu eru birtar eru tekjur rúmlega 3.500 Íslendinga og um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2013, og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira