Hamilton fljótastur á æfingum í Ungverjalandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. júlí 2014 22:45 Hamilton geysist um brautina á æfingu í dag. Vísir/Getty Æfingar fóru fram í dag fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Liðsfélagi Hamilton og efsti maðurinn í heimsmeistarakeppni ökuþóra, Nico Rosberg var þó aldrei langt undan. Rosberg varð annar á báðum æfingum. Hamilton þykir afar líklegur til árangurs um helgina, enda kann hann vel við sig á brautinni í Búdapest. Hann hefur unnið keppnina fjórum sinnum. Á fyrri æfingunni náðu Ferrari menn fjórða og fimmta hraðasta tíma. Æfingin gekk að mestu leyti vel fyrir sig. Sebastian Vettel á Red Bull varð fimmti og kvartaði sáran undan litlu gripi. Það kviknaði í Marussia bíl Max Chilton þegar olía lak á púströrið. Viðgerðin tók ekki lengri tíma en það að hann gat farið út undir lok æfingarinnar. Á seinni æfingunni náði Vettel að setja þriðja besta tímann. Fernando Alonso á Ferrari varð aftur fjórði en liðsfélagi hans Kimi Raikkonen varð sjötti.Daniel Ricciardo á Red Bull glímdi við gripleysi rétt eins og Vettel á fyrri æfingunni. Ricciardo gerði tilraun til að breyta uppsetningu bílsins. Hann kom þó aftur inn með sömu skilaboð um að bíllinn væri erfiður í akstri. Afturendinn leitaði mikið út. Red Bull hefur greinilega í nógu að snúast fyrir tímatökuna á morgun. Bein útsending frá henni hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Útsending frá keppninni sjálfri hefst svo klukkan 11:30 á sunnudag. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00 Rosberg á ráspól í Þýskalandi Nico Rosberg á Mercedes náði í ráspól á heimavelli. Valtteri Bottas varð annar á Williams og liðsfélagi hans Felipe Massa varð þriðji. 19. júlí 2014 13:17 Nico Rosberg fyrstur á heimavelli Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í þýska kappakstrinum. Annar varð Valtteri Bottas á Williams, Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 20. júlí 2014 13:36 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes varð fljóstastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var skammt á eftir honum. Hamilton varð svo flótastur á seinni æfingunni. 18. júlí 2014 22:45 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Æfingar fóru fram í dag fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Liðsfélagi Hamilton og efsti maðurinn í heimsmeistarakeppni ökuþóra, Nico Rosberg var þó aldrei langt undan. Rosberg varð annar á báðum æfingum. Hamilton þykir afar líklegur til árangurs um helgina, enda kann hann vel við sig á brautinni í Búdapest. Hann hefur unnið keppnina fjórum sinnum. Á fyrri æfingunni náðu Ferrari menn fjórða og fimmta hraðasta tíma. Æfingin gekk að mestu leyti vel fyrir sig. Sebastian Vettel á Red Bull varð fimmti og kvartaði sáran undan litlu gripi. Það kviknaði í Marussia bíl Max Chilton þegar olía lak á púströrið. Viðgerðin tók ekki lengri tíma en það að hann gat farið út undir lok æfingarinnar. Á seinni æfingunni náði Vettel að setja þriðja besta tímann. Fernando Alonso á Ferrari varð aftur fjórði en liðsfélagi hans Kimi Raikkonen varð sjötti.Daniel Ricciardo á Red Bull glímdi við gripleysi rétt eins og Vettel á fyrri æfingunni. Ricciardo gerði tilraun til að breyta uppsetningu bílsins. Hann kom þó aftur inn með sömu skilaboð um að bíllinn væri erfiður í akstri. Afturendinn leitaði mikið út. Red Bull hefur greinilega í nógu að snúast fyrir tímatökuna á morgun. Bein útsending frá henni hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Útsending frá keppninni sjálfri hefst svo klukkan 11:30 á sunnudag.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00 Rosberg á ráspól í Þýskalandi Nico Rosberg á Mercedes náði í ráspól á heimavelli. Valtteri Bottas varð annar á Williams og liðsfélagi hans Felipe Massa varð þriðji. 19. júlí 2014 13:17 Nico Rosberg fyrstur á heimavelli Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í þýska kappakstrinum. Annar varð Valtteri Bottas á Williams, Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 20. júlí 2014 13:36 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes varð fljóstastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var skammt á eftir honum. Hamilton varð svo flótastur á seinni æfingunni. 18. júlí 2014 22:45 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00
Rosberg á ráspól í Þýskalandi Nico Rosberg á Mercedes náði í ráspól á heimavelli. Valtteri Bottas varð annar á Williams og liðsfélagi hans Felipe Massa varð þriðji. 19. júlí 2014 13:17
Nico Rosberg fyrstur á heimavelli Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í þýska kappakstrinum. Annar varð Valtteri Bottas á Williams, Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 20. júlí 2014 13:36
Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes varð fljóstastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var skammt á eftir honum. Hamilton varð svo flótastur á seinni æfingunni. 18. júlí 2014 22:45