Audi hættir með CVT-skiptingar Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2014 09:56 Audi A6. Margir bílaframleiðendur útbúa bíla sína með CVT-reimaskiptingum, sér í agi minni bíla eða Hybrid bíla sína og hefur þeim farið fjölgandi á síðustu árum. Segja má að ekki sé mikil hrifning meðal margra bílaáhugamanna með þessar skiptingar en réttlæting þeirra er oftast skýrð út með lágri eyðslu. Einn þeirra bílaframleiðenda sem fyrst hóf að nota CVT-skiptingar var Audi, sem nefndi þær Multimatic og voru þær notaðar með stærri vélum en hjá flestum öðrum bílaframleiðendum. Audi hefur notað þessar skiptingar í nokkrum útfærslum framdrifinna A4, A5 og A6 bíla sinna, en þær hafa ekki verið notaðar í fjórhjóladrifnum Audi bílum. Audi hefur nú tekið þá ákvörðun að hætta að bjóða bíla sína með slíkum skiptingum. Í stað þeirra munu koma sjálfskiptingar með tvöfaldri kúplingu sem nefndar hafa verið S-tronic. Munu margir fagna þeirri umskiptingu. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Margir bílaframleiðendur útbúa bíla sína með CVT-reimaskiptingum, sér í agi minni bíla eða Hybrid bíla sína og hefur þeim farið fjölgandi á síðustu árum. Segja má að ekki sé mikil hrifning meðal margra bílaáhugamanna með þessar skiptingar en réttlæting þeirra er oftast skýrð út með lágri eyðslu. Einn þeirra bílaframleiðenda sem fyrst hóf að nota CVT-skiptingar var Audi, sem nefndi þær Multimatic og voru þær notaðar með stærri vélum en hjá flestum öðrum bílaframleiðendum. Audi hefur notað þessar skiptingar í nokkrum útfærslum framdrifinna A4, A5 og A6 bíla sinna, en þær hafa ekki verið notaðar í fjórhjóladrifnum Audi bílum. Audi hefur nú tekið þá ákvörðun að hætta að bjóða bíla sína með slíkum skiptingum. Í stað þeirra munu koma sjálfskiptingar með tvöfaldri kúplingu sem nefndar hafa verið S-tronic. Munu margir fagna þeirri umskiptingu.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent