Anítu Hinriksdóttur tókst ekki að klára 800 metra úrslitahlaupið á heimsmeistaramóti ungmenna 19 ára og yngri sem fram fór í Eugene í Bandaríkjunum í nótt.
Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn sem hún hljóp á 56,33 sekúndum eða ríflega fjórum sekúndum hraðar en hún hljóp fyrri hringinn í undanúrslitunum.
Hún var í forystu þegar um 200 metrar voru eftir, en þá tóku Margaret Wambui frá Keníu og SahilyDiago frá Kúbú fram úr henni. Aníta gaf svo eftir og kláraði ekki hlaupið sem fyrr segir, en hún virtist búin á því.
Wambui kom gríðarlega á óvart og varð heimsmeistari, en hún kom í mark á 2:00,49 mínútum sem er Íslandsmet Anítu. Sú kúbverska, sem á langbesta tíma ársins, þurfti að sætta sig við annað sætið, en hún kom í mark á tímanum 2:02,11. GeorgiaWassall frá Ástralíu varð þriðja en hún var einnig að bæta sig svakalega á móti rétt eins og Wambui.
Aníta átti næstbesta tímann af öllum keppendum fyrir hlaupið en henni tókst aldrei að sýna sitt rétta andlit í Eugene. Hún var aldrei nálægt Íslandsmeti sínu og var ólík sjálfri sér í undanúrslitunum þrátt fyrir að komast í úrslit með sjötta besta tímann á mótinu.
Íslendingar eiga þó möguleika á einum verðlaunum á móti, en sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson keppir í úrslitum aðra nótt.
Aníta kláraði ekki úrslitahlaupið á HM

Tengdar fréttir

Aníta verður á fjórðu braut
Alls keppa fjögur íslensk ungmenna á HM í frjálsum í dag og nótt.

Gunnar Páll: Hef ekki séð Anítu hlaupa svona áður
Aníta komst í úrslit á HM U19 í kvöld þrátt fyrir eitt slakasta hlaup sem þjálfarinn hennar hefur séð hana hlaupa.

Gunnar Páll: Aníta í sínu allra besta formi
Keppni á HM U-19 ára í frjálsíþróttum hefst í Eugene í Oregon-fylki Bandaríkjanna í dag en Ísland á fimm keppendur á mótinu.

Kolbeinn Höður og Jóhann Björn úr leik
Kolbeinn varð þriðji í sínum riðli og Jóhann Björn hafnaði í fimmta sæti.

Aníta auðveldlega í undanúrslit
Langt frá sínum besta tíma en kom langfyrst í mark í Eugene.

Aníta komst í úrslit á HM
Sprakk á endasprettinum en slapp inn í úrslitahlaupið.