Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Pétur Marinó Jónsson skrifar 24. júlí 2014 22:45 Matt Brown lét Erick Silva finna vel fyrir því í hans síðasta bardaga. Vísir/Getty Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. Matt „The immortal“ Brown er enginn venjulegur bardagamaður. Hann átti lengi við fíkniefnavandamál að stríða og átti erfitt uppdráttar á yngri árum. Hann hefur borið viðurnefnið „The immortal“, eða sá ódauðlegi, frá vinum og vandamönnum eftir að hann lifði af eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. Eftir þetta snéri Brown við blaðinu og ákvað að segja skilið við djammlífstílinn sem hann hafði stundað svo lengi. Brown vantaði áhugamál til að halda sér uppteknum og fann þá japanskt jiu-jitsu. Það var þá sem hann snéri við blaðinu og eftir að hafa kynnst bardagamanninum Jorge Gurgel ákvað hann að prófa MMA. Matt Brown komst í UFC í gegnum The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttinn þar sem hann datt út í 8-manna úrslitum. Fyrstu þrjú árin í UFC átti Brown misjöfnu gengi að fagna. Á einum tímapunkti tapaði hann þremur bardögum í röð og var á barmi þess að missa starf sitt í UFC. Síðan hann tapaði fyrir Seth Baczynski í nóvember 2011 hefur hann óvænt sigrað sjö bardaga í röð. Af þessum sjö sigrum hafa sex komið eftir rothögg og það hefur skilað honum í 5. sæti á styrkleikalista UFC. Viðurnefnið hans á vel við bardagastíl hans. Nokkrum sinnum á ferlinum hefur hann tekið miklar barsmíðar og legið óvígur eftir skrokkhögg en á einhvern ótrúlegan hátt hefur hann náð að halda sér í bardaganum og rotað andstæðing sinn í næstu lotu (sjá bardagana gegn Jordan Mein og Erick Silva). Það má því segja að hann hafi risið upp frá dauðum í annarri lotu og staðið uppi sem sigurvegari í fyrrgreindum bardögum. Sigurvegarinn á laugardaginn fær líklegast titilbardaga gegn veltivigtarmeistaranum Johny Hendricks. Bardaginn gæti orðið frábær skemmtun en Robbie Lawler er einnig gríðarlega áhugaverður bardagamaður. Matt Brown hefur átt áhugaverðan feril í UFC. Bardagar hans eru alltaf þrælskemmtilegir og spennandi og er ekki annað hægt en að samgleðjast honum eftir velgengni undanfarinna ára. Hann fór frá því að vera heróínfíkill yfir í að verða miðlungs bardagamaður en er nú talinn einn af þeim bestu í heimi í veltivigtinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. Matt „The immortal“ Brown er enginn venjulegur bardagamaður. Hann átti lengi við fíkniefnavandamál að stríða og átti erfitt uppdráttar á yngri árum. Hann hefur borið viðurnefnið „The immortal“, eða sá ódauðlegi, frá vinum og vandamönnum eftir að hann lifði af eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. Eftir þetta snéri Brown við blaðinu og ákvað að segja skilið við djammlífstílinn sem hann hafði stundað svo lengi. Brown vantaði áhugamál til að halda sér uppteknum og fann þá japanskt jiu-jitsu. Það var þá sem hann snéri við blaðinu og eftir að hafa kynnst bardagamanninum Jorge Gurgel ákvað hann að prófa MMA. Matt Brown komst í UFC í gegnum The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttinn þar sem hann datt út í 8-manna úrslitum. Fyrstu þrjú árin í UFC átti Brown misjöfnu gengi að fagna. Á einum tímapunkti tapaði hann þremur bardögum í röð og var á barmi þess að missa starf sitt í UFC. Síðan hann tapaði fyrir Seth Baczynski í nóvember 2011 hefur hann óvænt sigrað sjö bardaga í röð. Af þessum sjö sigrum hafa sex komið eftir rothögg og það hefur skilað honum í 5. sæti á styrkleikalista UFC. Viðurnefnið hans á vel við bardagastíl hans. Nokkrum sinnum á ferlinum hefur hann tekið miklar barsmíðar og legið óvígur eftir skrokkhögg en á einhvern ótrúlegan hátt hefur hann náð að halda sér í bardaganum og rotað andstæðing sinn í næstu lotu (sjá bardagana gegn Jordan Mein og Erick Silva). Það má því segja að hann hafi risið upp frá dauðum í annarri lotu og staðið uppi sem sigurvegari í fyrrgreindum bardögum. Sigurvegarinn á laugardaginn fær líklegast titilbardaga gegn veltivigtarmeistaranum Johny Hendricks. Bardaginn gæti orðið frábær skemmtun en Robbie Lawler er einnig gríðarlega áhugaverður bardagamaður. Matt Brown hefur átt áhugaverðan feril í UFC. Bardagar hans eru alltaf þrælskemmtilegir og spennandi og er ekki annað hægt en að samgleðjast honum eftir velgengni undanfarinna ára. Hann fór frá því að vera heróínfíkill yfir í að verða miðlungs bardagamaður en er nú talinn einn af þeim bestu í heimi í veltivigtinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira