Erlent

Massoum nýr forseti Íraks

Atli Ísleifsson skrifar
Fouad Massoum mun taka við embættinu af Jalal Talabani.
Fouad Massoum mun taka við embættinu af Jalal Talabani. Vísir/AFP
Íraksþing kaus í morgun kúrdíska stjórnmálamanninn Fouad Massoum sem næsta forseta landsins.

Hinn 76 ára Massoum tekur við embættinu af Jalal Talabani, en Massoum er einn stofnenda flokks Talabani. Allt frá 2003 hefur forseti Íraks verið Kúrdi, forsætisráðherrann sjíamúslími og forseti þingsins súnnímúslími.

Á vef BBC segir að Írakar standi frammi fyrir fjölda erfiðra mála, meðal annars upprisu ISIS í norðurhluta landsins og að ná saman um nýja ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×