Harma líkamsárás í knattspyrnuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júlí 2014 10:41 Stjórn knattspyrnudeildar Sindra á Höfn í Hornafirði hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í leik 2. flokks félagsins gegn Snæfellsnesi um liðna helgi. Leikmönnum liðanna lenti saman með þeim afleiðingum að leikmaður Sindra réðst á leikmann Snæfellsness og veitti honum alvarlega höfuðáverka. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til eftir að leikmaðurinn missti meðvitund og hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Umræddur leikmaður Snæfellsness er á batavegi en lögreglurannsókn fór af stað strax á sunnudag og má búast við að ákæra verði gefin út. Þá mun aganefnd KSÍ einnig taka málið til meðferðar hjá sér. Stjórn deildarinnar harmar atvikið mjög og hefur beðið leikmann Snæfellsness og fjölskyldu hans afsökunar, líkt og sjá má í yfirlýsingunni hér fyrir neðan. Þá mun hún einnig beita sér fyrir því að hjálpa leikmanni Sindra og leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda og fagfólks. Yfirlýsingin í heild sinni: „YFIRLÝSING FRÁ STJÓRN KNATTSPYRNUDEILDAR SINDRA. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar atvik sem átti sér stað á Hellissandsvelli í leik Snæfells og Sindra í 2. flokki karla, sunnudaginn 20. júlí sl., þar sem tveimur leikmönnum lenti saman undir lok leiksins. Leikmaður Sindra gerðist sekur um líkamsárás sem leiddi til þess að leikmaður Snæfells var fluttur á sjúkrahús. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar mjög þetta atvik og vill fyrir hönd félagsins og leikmannsins biðja leikmann Snæfells og fjölskyldu hans afsökunar. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra lítur atvik sem þetta mjög alvarlegum augum. Stjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa leikmanni Sindra í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik endurtaki sig. Í þeirri viðleitni mun stjórnin leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda á Höfn og fagfólks. Skýrsla dómara leiksins er nú þegar komin inn á borð aganefndar KSÍ. Leikmaður Sindra mun una niðurstöðu aganefndar KSÍ þegar hún liggur fyrir. Það sama mun knattspyrnudeild Sindra gera. Það er von stjórnar knattspyrnudeildar Sindra að atvik þetta verði ekki til þess að skaða gott orðspor knattspyrnunnar á Íslandi. Stjórnin mun nú sem endranær hvetja leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að sýna háttvísi og heiðarleika. Þannig bætum við íslenska knattspyrnu. Með virðingu og vinsemd. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Líkamsárás í fótbolta: Sjálfkært vegna alvarleika árásarinnar Leikmaður Sindra, sem fæddur er 1998, er grunaður um að hafa kýlt mótherja sinn í liði Snæfellsness og sparkað svo í höfuðið á honum þar sem hann lá á jörðinni. 21. júlí 2014 13:42 Móðir drengsins: „Erum í spennufalli“ Móðir drengs sem ráðist var á í fótboltaleik á Snæfellsnesi í gær segir honum líða bærilega. 21. júlí 2014 15:30 Meiðsli drengsins minni en óttast var Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu. 21. júlí 2014 11:34 „Fólki var verulega brugðið“ Knattspyrnumaðurinn ungi sem varð fyrir líkamsárás í gær hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 21. júlí 2014 13:13 Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi Flytja þurfti fótboltamann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann vegna alvarlegra áverka. 20. júlí 2014 18:34 „Þurfum að fá á hreint hvað gerðist“ Forráðamenn Sindra á Höfn í Hornafirði verjast alla fregna af leiknum á Hellissandi. 21. júlí 2014 15:31 Aganefnd KSÍ tekur málið á morgun Framkvæmdarstjóri KSÍ segir að atvikið á Hellissandi fái hefðbundna meðferð hjá sambandinu. 21. júlí 2014 15:52 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Stjórn knattspyrnudeildar Sindra á Höfn í Hornafirði hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í leik 2. flokks félagsins gegn Snæfellsnesi um liðna helgi. Leikmönnum liðanna lenti saman með þeim afleiðingum að leikmaður Sindra réðst á leikmann Snæfellsness og veitti honum alvarlega höfuðáverka. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til eftir að leikmaðurinn missti meðvitund og hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Umræddur leikmaður Snæfellsness er á batavegi en lögreglurannsókn fór af stað strax á sunnudag og má búast við að ákæra verði gefin út. Þá mun aganefnd KSÍ einnig taka málið til meðferðar hjá sér. Stjórn deildarinnar harmar atvikið mjög og hefur beðið leikmann Snæfellsness og fjölskyldu hans afsökunar, líkt og sjá má í yfirlýsingunni hér fyrir neðan. Þá mun hún einnig beita sér fyrir því að hjálpa leikmanni Sindra og leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda og fagfólks. Yfirlýsingin í heild sinni: „YFIRLÝSING FRÁ STJÓRN KNATTSPYRNUDEILDAR SINDRA. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar atvik sem átti sér stað á Hellissandsvelli í leik Snæfells og Sindra í 2. flokki karla, sunnudaginn 20. júlí sl., þar sem tveimur leikmönnum lenti saman undir lok leiksins. Leikmaður Sindra gerðist sekur um líkamsárás sem leiddi til þess að leikmaður Snæfells var fluttur á sjúkrahús. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar mjög þetta atvik og vill fyrir hönd félagsins og leikmannsins biðja leikmann Snæfells og fjölskyldu hans afsökunar. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra lítur atvik sem þetta mjög alvarlegum augum. Stjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa leikmanni Sindra í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik endurtaki sig. Í þeirri viðleitni mun stjórnin leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda á Höfn og fagfólks. Skýrsla dómara leiksins er nú þegar komin inn á borð aganefndar KSÍ. Leikmaður Sindra mun una niðurstöðu aganefndar KSÍ þegar hún liggur fyrir. Það sama mun knattspyrnudeild Sindra gera. Það er von stjórnar knattspyrnudeildar Sindra að atvik þetta verði ekki til þess að skaða gott orðspor knattspyrnunnar á Íslandi. Stjórnin mun nú sem endranær hvetja leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að sýna háttvísi og heiðarleika. Þannig bætum við íslenska knattspyrnu. Með virðingu og vinsemd. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Líkamsárás í fótbolta: Sjálfkært vegna alvarleika árásarinnar Leikmaður Sindra, sem fæddur er 1998, er grunaður um að hafa kýlt mótherja sinn í liði Snæfellsness og sparkað svo í höfuðið á honum þar sem hann lá á jörðinni. 21. júlí 2014 13:42 Móðir drengsins: „Erum í spennufalli“ Móðir drengs sem ráðist var á í fótboltaleik á Snæfellsnesi í gær segir honum líða bærilega. 21. júlí 2014 15:30 Meiðsli drengsins minni en óttast var Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu. 21. júlí 2014 11:34 „Fólki var verulega brugðið“ Knattspyrnumaðurinn ungi sem varð fyrir líkamsárás í gær hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 21. júlí 2014 13:13 Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi Flytja þurfti fótboltamann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann vegna alvarlegra áverka. 20. júlí 2014 18:34 „Þurfum að fá á hreint hvað gerðist“ Forráðamenn Sindra á Höfn í Hornafirði verjast alla fregna af leiknum á Hellissandi. 21. júlí 2014 15:31 Aganefnd KSÍ tekur málið á morgun Framkvæmdarstjóri KSÍ segir að atvikið á Hellissandi fái hefðbundna meðferð hjá sambandinu. 21. júlí 2014 15:52 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Líkamsárás í fótbolta: Sjálfkært vegna alvarleika árásarinnar Leikmaður Sindra, sem fæddur er 1998, er grunaður um að hafa kýlt mótherja sinn í liði Snæfellsness og sparkað svo í höfuðið á honum þar sem hann lá á jörðinni. 21. júlí 2014 13:42
Móðir drengsins: „Erum í spennufalli“ Móðir drengs sem ráðist var á í fótboltaleik á Snæfellsnesi í gær segir honum líða bærilega. 21. júlí 2014 15:30
Meiðsli drengsins minni en óttast var Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu. 21. júlí 2014 11:34
„Fólki var verulega brugðið“ Knattspyrnumaðurinn ungi sem varð fyrir líkamsárás í gær hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 21. júlí 2014 13:13
Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi Flytja þurfti fótboltamann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann vegna alvarlegra áverka. 20. júlí 2014 18:34
„Þurfum að fá á hreint hvað gerðist“ Forráðamenn Sindra á Höfn í Hornafirði verjast alla fregna af leiknum á Hellissandi. 21. júlí 2014 15:31
Aganefnd KSÍ tekur málið á morgun Framkvæmdarstjóri KSÍ segir að atvikið á Hellissandi fái hefðbundna meðferð hjá sambandinu. 21. júlí 2014 15:52
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast