Búðu til þitt eigið þurrsjampó Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 23. júlí 2014 13:00 Vísir/Getty Þurrsjampó þurrkar umframfitu í hárinu sem gerir það að verkum að hárið virkar nýþvegið og fær aukna fyllingu. Þau eru tilvalin til notkunar þegar ekki gefst tími til þess að fara í sturtu á morgnanna og fyrir þá sem eru að reyna að fara betur með hárið og þvo það sjaldnar. Þurrsjampó geta þó verið kostnaðarsöm og mörg þeirra innihalda efni sem geta verið skaðleg heilsunni. Hér koma uppskriftir af þremur mismunandi útgáfum af þurrsjampói sem hægt er að búa til sjálfur:Þurrsjampó fyrir ljóst hár1/4 bolli örvarrótarduft (fæst í flestum heilsubúðum) 5 dropar af ilmkjarnaolíuLeiðbeiningar: Blandið örvarrótarduftinu og ilmkjarnolíunni saman með skeið og setjið í tómt ílát með loki. Gott er að nota gamlan förðunarbursta til þess að setja þurrsjampóið í hárið en það er líka hægt að hella smávegis í lófann og nudda vel í hársvörðinn. Greiðið svo duftið úr hárinu.Þurrsjampó fyrir dökkt hár2 matskeiðar hrákakóduft 2 matskeiðar örvarrótarduft 5 dropar af ilmkjarnaolíuLeiðbeiningar: Blandið kakóinu, örvarrótarrduftinu og ilmkjarnaolíunni vel saman og setjið í tóma krukku með loki. Gott er að nota gamlan förðunarbursta til þess að setja þurrsjapóið í hárið en það er líka hægt að hella smávegis í lófann og nudda vel í hársvörðinn. Greiðið svo duftið úr hárinu.Þurrsjampó úði fyrir ljóst og dökkt hár1 bolli heitt vatn 1/4 bolli örvarrótarduft 1/4 bolli nornaheslivatn (fæst í jurtaapótekum) 5 dropar af uppáhalds ilmkjarnaolíunniLeiðbeiningar: Blandið hráefnunum saman í lítinn úðabrúsa og hristið vel. Hristið brúsann alltaf fyrir notkun, úðið í rótina á hárinu og þar sem það er fitugt. Leyfið því að þorna og greiðið eins og venjulega. Heilsa Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Þurrsjampó þurrkar umframfitu í hárinu sem gerir það að verkum að hárið virkar nýþvegið og fær aukna fyllingu. Þau eru tilvalin til notkunar þegar ekki gefst tími til þess að fara í sturtu á morgnanna og fyrir þá sem eru að reyna að fara betur með hárið og þvo það sjaldnar. Þurrsjampó geta þó verið kostnaðarsöm og mörg þeirra innihalda efni sem geta verið skaðleg heilsunni. Hér koma uppskriftir af þremur mismunandi útgáfum af þurrsjampói sem hægt er að búa til sjálfur:Þurrsjampó fyrir ljóst hár1/4 bolli örvarrótarduft (fæst í flestum heilsubúðum) 5 dropar af ilmkjarnaolíuLeiðbeiningar: Blandið örvarrótarduftinu og ilmkjarnolíunni saman með skeið og setjið í tómt ílát með loki. Gott er að nota gamlan förðunarbursta til þess að setja þurrsjampóið í hárið en það er líka hægt að hella smávegis í lófann og nudda vel í hársvörðinn. Greiðið svo duftið úr hárinu.Þurrsjampó fyrir dökkt hár2 matskeiðar hrákakóduft 2 matskeiðar örvarrótarduft 5 dropar af ilmkjarnaolíuLeiðbeiningar: Blandið kakóinu, örvarrótarrduftinu og ilmkjarnaolíunni vel saman og setjið í tóma krukku með loki. Gott er að nota gamlan förðunarbursta til þess að setja þurrsjapóið í hárið en það er líka hægt að hella smávegis í lófann og nudda vel í hársvörðinn. Greiðið svo duftið úr hárinu.Þurrsjampó úði fyrir ljóst og dökkt hár1 bolli heitt vatn 1/4 bolli örvarrótarduft 1/4 bolli nornaheslivatn (fæst í jurtaapótekum) 5 dropar af uppáhalds ilmkjarnaolíunniLeiðbeiningar: Blandið hráefnunum saman í lítinn úðabrúsa og hristið vel. Hristið brúsann alltaf fyrir notkun, úðið í rótina á hárinu og þar sem það er fitugt. Leyfið því að þorna og greiðið eins og venjulega.
Heilsa Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira