Skorað á stjórnvöld að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 22. júlí 2014 13:30 Illugi telur nauðsynlegt að ýta við íslenskum stjórnvöldum. Vísir/GVA/GVA Illugi Jökulsson rithöfundur hefur efnt til undirskriftasöfnunar á netinu en þar er hvatt til þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Hann telur nauðsynlegt að ýta við íslenskum stjórnvöldum að þau taki afgerandi afstöðu til stöðu mála á Gaza-svæðinu.Eina sem við getum gert „Mér, eins og fleirum, hefur bara blöskrað það sem þarna er að gerast,“ segir Illugi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að frekar ætti að ræða við ráðamenn í Ísrael en að slíta sambandi við þá. „Það er löngu fullreynt, hvað svo sem okkar góði utanríkisráðherra segir, að það þýðir ekkert að ræða við Ísraelsmenn,“ segir Illgugi. „Ég held að þess vegna sé það eina sem við getum gert í stöðunni til að lýsa almennilega yfir hryllingi okkar og viðbjóði á því sem Ísraelsmenn eru að gera þarna að slíta við þá stjórnmálasambandi. Þetta var það eina sem virkaði í Suður-Afríku, þegar aðskilnaðarstefnan var upp á sitt versta, það var að einangra landið. Það var einangrun og slit á stjórnmálasambandi sem á endanum varð til þess að hvítir menn í Suður-Afríku gáfust upp á sinni ömurlegu stefnu. Ég held að þetta sé það eina sem við getum gert.“Rúmlega 600 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum síðustu vikur.Vísir/APSiðferðisleg yfirlýsing Menn benda oft á að Ísland sé lítið lóð á vogarskálarnar, þá til dæmis sé litið til milliríkjaviðskipta. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst siðferðisleg yfirlýsing sem muni vekja athygli,“ segir Illugi. „Við erum eitt af þeim ríkjum sem bar ábyrgð á stofnun Ísraels á sínum tíma, árið 1948, og í raun og veru skiptir ekki öllu máli hvort að við höldum að svona skref muni leysa deiluna. Ég er ekki að gera mér neinar vonir um það. En þetta er skref sem við verðum að stíga, finnst mér, fyrst og fremst til að lýsa okkar hryllingi og viðbjóði á framferði Ísraelsmanna sem þarna er í gangi.“ Illugi stefnir að því að leggja undirskriftirnar fram á fimmtudaginn, þá er utanríkisnefnd Alþingis kemur saman. Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30 Íslensk stjórnvöld gefa 12 milljónir til Gaza Gunnar Bragi Sveinsson hefur ákveðið að styrkja stofnanir Sameinuðu þjóðanna á átakasvæðinu 22. júlí 2014 10:25 Obama ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Ísrael Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza. 18. júlí 2014 17:30 Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir forsætisráðherra Ísrael. Um þrettán hundruð eru særðir og 175 hafa látist. 15. júlí 2014 06:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Illugi Jökulsson rithöfundur hefur efnt til undirskriftasöfnunar á netinu en þar er hvatt til þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Hann telur nauðsynlegt að ýta við íslenskum stjórnvöldum að þau taki afgerandi afstöðu til stöðu mála á Gaza-svæðinu.Eina sem við getum gert „Mér, eins og fleirum, hefur bara blöskrað það sem þarna er að gerast,“ segir Illugi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að frekar ætti að ræða við ráðamenn í Ísrael en að slíta sambandi við þá. „Það er löngu fullreynt, hvað svo sem okkar góði utanríkisráðherra segir, að það þýðir ekkert að ræða við Ísraelsmenn,“ segir Illgugi. „Ég held að þess vegna sé það eina sem við getum gert í stöðunni til að lýsa almennilega yfir hryllingi okkar og viðbjóði á því sem Ísraelsmenn eru að gera þarna að slíta við þá stjórnmálasambandi. Þetta var það eina sem virkaði í Suður-Afríku, þegar aðskilnaðarstefnan var upp á sitt versta, það var að einangra landið. Það var einangrun og slit á stjórnmálasambandi sem á endanum varð til þess að hvítir menn í Suður-Afríku gáfust upp á sinni ömurlegu stefnu. Ég held að þetta sé það eina sem við getum gert.“Rúmlega 600 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum síðustu vikur.Vísir/APSiðferðisleg yfirlýsing Menn benda oft á að Ísland sé lítið lóð á vogarskálarnar, þá til dæmis sé litið til milliríkjaviðskipta. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst siðferðisleg yfirlýsing sem muni vekja athygli,“ segir Illugi. „Við erum eitt af þeim ríkjum sem bar ábyrgð á stofnun Ísraels á sínum tíma, árið 1948, og í raun og veru skiptir ekki öllu máli hvort að við höldum að svona skref muni leysa deiluna. Ég er ekki að gera mér neinar vonir um það. En þetta er skref sem við verðum að stíga, finnst mér, fyrst og fremst til að lýsa okkar hryllingi og viðbjóði á framferði Ísraelsmanna sem þarna er í gangi.“ Illugi stefnir að því að leggja undirskriftirnar fram á fimmtudaginn, þá er utanríkisnefnd Alþingis kemur saman.
Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30 Íslensk stjórnvöld gefa 12 milljónir til Gaza Gunnar Bragi Sveinsson hefur ákveðið að styrkja stofnanir Sameinuðu þjóðanna á átakasvæðinu 22. júlí 2014 10:25 Obama ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Ísrael Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza. 18. júlí 2014 17:30 Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir forsætisráðherra Ísrael. Um þrettán hundruð eru særðir og 175 hafa látist. 15. júlí 2014 06:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49
Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30
Íslensk stjórnvöld gefa 12 milljónir til Gaza Gunnar Bragi Sveinsson hefur ákveðið að styrkja stofnanir Sameinuðu þjóðanna á átakasvæðinu 22. júlí 2014 10:25
Obama ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Ísrael Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza. 18. júlí 2014 17:30
Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir forsætisráðherra Ísrael. Um þrettán hundruð eru særðir og 175 hafa látist. 15. júlí 2014 06:30