Fimmtán fórust í loftárás Ísraelshers á skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa í nótt.
Skólinn hýsti fjölda flóttafólks og hafði Ísraelsmönnum margoft verið tilkynnt að óbreyttir borgarar væru í byggingunni að sögn Chris Gunness, talsmanns Sameinuðu þjóðanna. Segir hann „heiminum misboðið“ vegna árásarinnar.
Talsmenn Ísraelshers segja hermenn hafa brugðist við eftir að Hamas-liðar skutu eldflaugum frá stöðum „í nánd við skólann“.
Um 1.200 Palestínumenn og 55 Ísraelsmenn hafa fallið í árásum síðustu þriggja vikna. Flestir hinna föllnu Palestínumanna hafa verið óbreyttir borgarar.
Á vef BBC er vísað í könnun á vegum Háskólans í Tel Aviv, sem sýnir að 97 prósent ísraelskra gyðinga styðji árásir hersins á Gasa.
Ísraelar réðust á skóla á Gasa
Atli Ísleifsson skrifar
