WHO biður þjóðir heimsins um hjálp gegn Ebólu Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2014 17:51 Vísir/AP Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur biðlað til þjóða heimsins að leggja til úrræði og fjármagn til að hefta dreifingu Ebóluveirunnar. Einnig lýsti stofnunin yfir neyðarástandi vegna faraldursins, sem er umfangsmesti ebólufaraldur sem þekkist. Fram til þessa hafa að minnsta kosti 961 látið lífið vegna veirunnar frá því hún kom upp i Gíneu í mars síðastliðnum. BBC segir að 1.779 einstaklingar hafi smitast af veirunni. Nú hefur hún dreifst til Sierra Leone og Líberíu, en einnig liggur grunur á smitum í Nígeríu. Margaret Chan forstöðumaður WHO sagði þau lönd sem hafi orðið fyrir smiti ekki hafa burði til að kveða svo stóran faraldur niður sjálf, samkvæmt AP fréttaveitunni. Síðan ebóla uppgötvaðist fyrst árið 1976 hafa smit komið upp yfir tuttugu sinnum í Mið- og Austur-Afríku. Þetta er í fyrsta sinn sem veirunnar verður vart í Vestur-Afríku. AP segir ekki ljóst hvaða áhrif neyðarástandsyfirlýsingin muni hafa. Síðast í maí lýsti stofnunin yfir neyðarástandi vegna lömunarveiki og smitum hefur ekki fækkað síðan. „Yfirlýsingar bjarga ekki lífum,“ segir læknirinn Bart Janssens hjá Læknum án landamæra. Hann segir samtökin hafa haldið því fram í margar vikur, að þörf væri á aðstoð vegna veirunnar. „Fólk er að deyja því viðbrögðin hafa verið of hæg.“ Fyrr í vikunni sagði Alþjóðabankinn að 200 milljónum dollara yrði varið í baráttuna og heilbrigðiskerfi Vestur-Afríku. Þá tilkynnti Evrópusambandið í dag að það myndi bæta átta milljónum við og senda færanlega rannsóknarstöð á svæðið. Ebóla Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur biðlað til þjóða heimsins að leggja til úrræði og fjármagn til að hefta dreifingu Ebóluveirunnar. Einnig lýsti stofnunin yfir neyðarástandi vegna faraldursins, sem er umfangsmesti ebólufaraldur sem þekkist. Fram til þessa hafa að minnsta kosti 961 látið lífið vegna veirunnar frá því hún kom upp i Gíneu í mars síðastliðnum. BBC segir að 1.779 einstaklingar hafi smitast af veirunni. Nú hefur hún dreifst til Sierra Leone og Líberíu, en einnig liggur grunur á smitum í Nígeríu. Margaret Chan forstöðumaður WHO sagði þau lönd sem hafi orðið fyrir smiti ekki hafa burði til að kveða svo stóran faraldur niður sjálf, samkvæmt AP fréttaveitunni. Síðan ebóla uppgötvaðist fyrst árið 1976 hafa smit komið upp yfir tuttugu sinnum í Mið- og Austur-Afríku. Þetta er í fyrsta sinn sem veirunnar verður vart í Vestur-Afríku. AP segir ekki ljóst hvaða áhrif neyðarástandsyfirlýsingin muni hafa. Síðast í maí lýsti stofnunin yfir neyðarástandi vegna lömunarveiki og smitum hefur ekki fækkað síðan. „Yfirlýsingar bjarga ekki lífum,“ segir læknirinn Bart Janssens hjá Læknum án landamæra. Hann segir samtökin hafa haldið því fram í margar vikur, að þörf væri á aðstoð vegna veirunnar. „Fólk er að deyja því viðbrögðin hafa verið of hæg.“ Fyrr í vikunni sagði Alþjóðabankinn að 200 milljónum dollara yrði varið í baráttuna og heilbrigðiskerfi Vestur-Afríku. Þá tilkynnti Evrópusambandið í dag að það myndi bæta átta milljónum við og senda færanlega rannsóknarstöð á svæðið.
Ebóla Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira