Hættulegt að fljúga? – Prófaðu að aka bíl! Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2014 14:15 Full ástæða er til að vera mun hræddari í bíl en flugvél. Autoblog Það voru slæmir dagar í flugbransanum í síðasta mánuði er 462 manns dóu á 8 dögum í þremur flugslysum. Þetta eru háar tölur sem fá fólk til að hugleiða hvort það sé ekki hættulegt að stíga uppí flugvél. Forvitnilegt er þó að bera saman þá hættu og hættuna við það að aka bíl. Á þessum sömu 8 dögum dóu 28.493 í bílslysum um allan heim og í Bandaríkjunum einum dóu 735 í bílslysum á þessum sömu 8 dögum. Í fyrri tölunni er miðað við meðaltal látinn í umferðarslysum í heiminum. Einnig má hafa í huga að líklega er tala slasaðra talsvert mikið hærri en þessar tölur. Það hefur löngum verið miklu hættulegra að aka bíl en að sitja í flugvél og þessar tölur sanna það svo ekki verður um villst, en það fer bara minni fréttum af því þar sem svo margir látast í einu í flugslysum. Kannski ætti heimurinn að gefa bílslysum meiri gaum og taka saman hve margir létust á einum tilteknum degi. Nær öruggt má telja að hvern einasta dag hvers árs farist fleiri í bílslysum en flugslysum. Taka verður þó tillit til þess að fólk ferðast mun meira með bílum en flugvélum, en engu að síður farast miklu fleiri í bíl á hvern ekinn eða floginn kílómeter. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent
Það voru slæmir dagar í flugbransanum í síðasta mánuði er 462 manns dóu á 8 dögum í þremur flugslysum. Þetta eru háar tölur sem fá fólk til að hugleiða hvort það sé ekki hættulegt að stíga uppí flugvél. Forvitnilegt er þó að bera saman þá hættu og hættuna við það að aka bíl. Á þessum sömu 8 dögum dóu 28.493 í bílslysum um allan heim og í Bandaríkjunum einum dóu 735 í bílslysum á þessum sömu 8 dögum. Í fyrri tölunni er miðað við meðaltal látinn í umferðarslysum í heiminum. Einnig má hafa í huga að líklega er tala slasaðra talsvert mikið hærri en þessar tölur. Það hefur löngum verið miklu hættulegra að aka bíl en að sitja í flugvél og þessar tölur sanna það svo ekki verður um villst, en það fer bara minni fréttum af því þar sem svo margir látast í einu í flugslysum. Kannski ætti heimurinn að gefa bílslysum meiri gaum og taka saman hve margir létust á einum tilteknum degi. Nær öruggt má telja að hvern einasta dag hvers árs farist fleiri í bílslysum en flugslysum. Taka verður þó tillit til þess að fólk ferðast mun meira með bílum en flugvélum, en engu að síður farast miklu fleiri í bíl á hvern ekinn eða floginn kílómeter.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent