Elísabetu Gunnarsdóttur tókst ekki að gera Kristianstad að sænskum bikarmeisturum í kvöld því liðið tapaði 1-2 á móti Linköping í úrslitaleiknum sem fór fram á heimavelli Linköping.
Staðan var 1-1 í hálfleik en markvörður Kristianstad, Hedvig Lindahl, átti stórleik og varði oft frábærlega. Stórsókn Linköping bar þá loks árangur í seinni hálfleiknum og Linköping vann bikarinn í fjórða sinn í sögu félagsins.
Elísa Viðarsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad en Sif Atladóttir var ekki með í kvöld.
Þetta var fyrsti bikarúrslitaleikurinn í sögu Kristianstad og liðið hefur aldrei verið eins nálægt því að vinna titil síðan að Elísabet Gunnarsdóttir tók við liðinu.
