Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 18:41 Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins í Stokkhólmi. vísir/getty „Þetta er bara draumur - það er frábært að vera í aðalbardaganum hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð,“ segir Gunnar Nelson, en eins og Vísir greindi frá berst hann í aðalbardagakvöldsins á bardagakvöldi í Stokkhólmi í byrjun október. „Þetta var bara ákveðið í dag. Viðræður hófust í vikunni, en við samþykktum þetta í dag,“ segir Gunnar við Vísi, en hann hafði ætlað að taka sér frí eftir sigurinn á Zak Cummings á dögunum. „Ég fæ bara að heyra það frá UFC að það vill að ég fari fyrir þessu kvöldi. Ég ætlaði nú að taka mér frí, en hugsaði að ég gæti tekið þennan bardaga og farið svo í frí. Ég ætlaði aðeins að vera með fjölskyldunni,“ segir Gunnar sem er nýbakaður faðir. „En það er töluvert stutt í þetta þannig ég get afgreitt þennan bardaga og tekið mér svo frí. Það er líka flott að fá þennan bardaga svona stutt eftir hinn. Það er enn hiti eftir hann.“ Áhuginn á blönduðum bardagalistum er gríðarlegur í Svíþjóð, ekki síst vegna léttþungavigtar kappans AlexandersGustafson, sem er einn sá besti í heimi. Gunnar er eðlilega mjög spenntur fyrir kvöldinu og ánægður með það hvernig hann er að færast ofar í sportinu. „Svona gengur þetta. Síðan eftir þennan bardaga verða ekkert nema aðalbardagar eftir það. Bara „headline fights“,“ segir hann léttur og kátur.Rick Story, mótherji hans, er aðeins annar af tveimur mönnum sem unnið hefur núverandi meistara, JohnnyHendricks. „Þetta er helvíti góður og reyndur kappi. Hann er búinn að berjast við alla þessa bestu og bæði unnið og tapað. Hann er góður glímumaður og mjög höggþungur. Þetta verður hörku bardagi,“ segir Gunnar sem segist þó sigurviss að vanda. Einn besti vinur Gunnars, írska ofurstjarnan ConorMcGregor, berst næst í Las Vegas, en Gunnar æfir með honum fyrir alla bardaga. Á því verður engin breyting. „Ég fer sennilega til Vegas, æfi með Conor og flýg beint þaðan til Svíþjóðar. Við höfum æft saman í sex til sjö ár núna,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
„Þetta er bara draumur - það er frábært að vera í aðalbardaganum hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð,“ segir Gunnar Nelson, en eins og Vísir greindi frá berst hann í aðalbardagakvöldsins á bardagakvöldi í Stokkhólmi í byrjun október. „Þetta var bara ákveðið í dag. Viðræður hófust í vikunni, en við samþykktum þetta í dag,“ segir Gunnar við Vísi, en hann hafði ætlað að taka sér frí eftir sigurinn á Zak Cummings á dögunum. „Ég fæ bara að heyra það frá UFC að það vill að ég fari fyrir þessu kvöldi. Ég ætlaði nú að taka mér frí, en hugsaði að ég gæti tekið þennan bardaga og farið svo í frí. Ég ætlaði aðeins að vera með fjölskyldunni,“ segir Gunnar sem er nýbakaður faðir. „En það er töluvert stutt í þetta þannig ég get afgreitt þennan bardaga og tekið mér svo frí. Það er líka flott að fá þennan bardaga svona stutt eftir hinn. Það er enn hiti eftir hann.“ Áhuginn á blönduðum bardagalistum er gríðarlegur í Svíþjóð, ekki síst vegna léttþungavigtar kappans AlexandersGustafson, sem er einn sá besti í heimi. Gunnar er eðlilega mjög spenntur fyrir kvöldinu og ánægður með það hvernig hann er að færast ofar í sportinu. „Svona gengur þetta. Síðan eftir þennan bardaga verða ekkert nema aðalbardagar eftir það. Bara „headline fights“,“ segir hann léttur og kátur.Rick Story, mótherji hans, er aðeins annar af tveimur mönnum sem unnið hefur núverandi meistara, JohnnyHendricks. „Þetta er helvíti góður og reyndur kappi. Hann er búinn að berjast við alla þessa bestu og bæði unnið og tapað. Hann er góður glímumaður og mjög höggþungur. Þetta verður hörku bardagi,“ segir Gunnar sem segist þó sigurviss að vanda. Einn besti vinur Gunnars, írska ofurstjarnan ConorMcGregor, berst næst í Las Vegas, en Gunnar æfir með honum fyrir alla bardaga. Á því verður engin breyting. „Ég fer sennilega til Vegas, æfi með Conor og flýg beint þaðan til Svíþjóðar. Við höfum æft saman í sex til sjö ár núna,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17