Nýr Porsche 718 kemur 2016 Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 09:30 Porsche 718, snaggaralegur bíll sem kosta mun 40.000 Evrur. Það teljast ávallt fréttir þegar sportbílaframleiðandinn Porsche kynnir nýja bílgerð. Porsche ætlar að setja á markað glænýjan bíl, Porsche 718 sem er smár sportbíll með vélina fyrir miðju og aðeins 2 sæta. Gárungarnir segja að ástæðan fyrir því að Porsche ætlar að setja þennan bíl á markað sé sú að Alfa Romeo sé í startholunum með samskonar bíl og Porsche ætlar ekki að leyfi ítalska framleiðandanum að eiga sviðið í þessum litla flokki smárra sportbíla. Porsche 718 verður í raun systurbíll Boxster og Cayman bílanna, en aðeins styttri samt. Hann verður byggður á Boxster bílnum en dramatískari í útliti og karakter. Í bílinn fer fyrsta 4 strokka vél Porsche í langan tíma, eða allt frá því 912 bíllinn var framleiddur. Minni gerð fjögurra strokka vélarinnar verður 2,0 lítra og 285 hestöfl en sú stærri 2,5 lítra og 360 hestöfl. Val verður á milli 6 gíra beinskiptingar eða 7 gíra sjálfskiptingar og verður hún tengd tveimur kúplingum. Vafalaust verður þessi bíll stórkostlegur í akstri líkt og systurbílarnir, en mun líklega eyða minni eldsneyti með fjögurra strokka vélarnar. Búist er við því að 718 bíllinn verði boðinn á um 40.000 Evrur í Evrópu og þar af leiðandi talsvert ódýrari bíll en bæði Boxster og Cayman. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent
Það teljast ávallt fréttir þegar sportbílaframleiðandinn Porsche kynnir nýja bílgerð. Porsche ætlar að setja á markað glænýjan bíl, Porsche 718 sem er smár sportbíll með vélina fyrir miðju og aðeins 2 sæta. Gárungarnir segja að ástæðan fyrir því að Porsche ætlar að setja þennan bíl á markað sé sú að Alfa Romeo sé í startholunum með samskonar bíl og Porsche ætlar ekki að leyfi ítalska framleiðandanum að eiga sviðið í þessum litla flokki smárra sportbíla. Porsche 718 verður í raun systurbíll Boxster og Cayman bílanna, en aðeins styttri samt. Hann verður byggður á Boxster bílnum en dramatískari í útliti og karakter. Í bílinn fer fyrsta 4 strokka vél Porsche í langan tíma, eða allt frá því 912 bíllinn var framleiddur. Minni gerð fjögurra strokka vélarinnar verður 2,0 lítra og 285 hestöfl en sú stærri 2,5 lítra og 360 hestöfl. Val verður á milli 6 gíra beinskiptingar eða 7 gíra sjálfskiptingar og verður hún tengd tveimur kúplingum. Vafalaust verður þessi bíll stórkostlegur í akstri líkt og systurbílarnir, en mun líklega eyða minni eldsneyti með fjögurra strokka vélarnar. Búist er við því að 718 bíllinn verði boðinn á um 40.000 Evrur í Evrópu og þar af leiðandi talsvert ódýrari bíll en bæði Boxster og Cayman.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent