Mazda slær við eigin markmiðum í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 16:15 Mazda CX-5 jepplingurinn er söluhæstur Mazda bíla í Evrópu. Þegar Mazda hefur gert upp söluárangur sinn í Evrópu fyrir fyrstu 5 mánuði ársins kemur í ljós 24% aukning frá fyrra ári. Markmið Mazda var hinsvegar að ná 7% söluaukningu og hefur Mazda því meira en þrefaldað eigin markmið. Þrátt fyrir þessa miklu söluaukningu náði Mazda 18% aukningu á síðasta ári og því má segja að Mazda sé á miklu flugi í álfunni. Markmiðið var að selja 170.000 bíla í Evrópu í ár. Það eru helst bílgerðirnar Mazda3 og jepplingurinn Mazda CX-5 sem eiga heiðurinn af þessum góða árangri, en Mazda6 selst einnig vel, þrátt fyrir að Mazda óski þess að sá bíll seldist enn betur. Mazda var með 1,2% markaðshlutdeild í Evrópu í fyrra en 1,4% á þessum fyrstu 5 mánuðum í ár. Söluhæsti bíll Mazda er CX-5 jepplingurinn með 25.444 selda bíla og 38% aukningu. Mazda3 seldist í 20.251 eintökum á sama tíma og 14.691 Mazda6 bílar. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent
Þegar Mazda hefur gert upp söluárangur sinn í Evrópu fyrir fyrstu 5 mánuði ársins kemur í ljós 24% aukning frá fyrra ári. Markmið Mazda var hinsvegar að ná 7% söluaukningu og hefur Mazda því meira en þrefaldað eigin markmið. Þrátt fyrir þessa miklu söluaukningu náði Mazda 18% aukningu á síðasta ári og því má segja að Mazda sé á miklu flugi í álfunni. Markmiðið var að selja 170.000 bíla í Evrópu í ár. Það eru helst bílgerðirnar Mazda3 og jepplingurinn Mazda CX-5 sem eiga heiðurinn af þessum góða árangri, en Mazda6 selst einnig vel, þrátt fyrir að Mazda óski þess að sá bíll seldist enn betur. Mazda var með 1,2% markaðshlutdeild í Evrópu í fyrra en 1,4% á þessum fyrstu 5 mánuðum í ár. Söluhæsti bíll Mazda er CX-5 jepplingurinn með 25.444 selda bíla og 38% aukningu. Mazda3 seldist í 20.251 eintökum á sama tíma og 14.691 Mazda6 bílar.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent