Sportbíll Toyota og BMW Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2014 11:30 Hér hefur áður verið greint frá sportbíl sem Toyota og BMW er að smíða í samstarfi og nú eru komnar nákvæmari upplýsingar um hvað þessi bíll fær frá hvorum framleiðandanum. Þessi bíll mun fá nöfnin Toyota Supra og BMW Z5 og hafa margir beðið eftir svo spennandi bíl frá Toyota og hafa saknað nafnsins Supra frá Toyota lengi. Bíllinn verður með fjögurra strokka bensínvél frá BMW sem drífa mun afturhjólin en að auki rafmótora og rafhlöður frá Toyota sem snúa framhjólunum. Þessi drifrás verður um 350 hestöfl og ætti að koma þessum 1.400 kílóa bíl vel áfram. Hybrid kerfið frá Toyota verður í ætt við það sem er í TS030 keppnisbíl Toyota sem tók þátt í Le Mans þolakstrinum fyrr á ár. Ekki er talið víst að bíllinn erfi að fullu útlit Toyota FT-1 Concept bílsins sem sýndur var á bílasýningunni í Detroit fyrr í ár og ytra útlit bílsins verður ekki það sama hjá BMW og Toyota. Því er ekki farin sama leið og Toyota og Subaru gerðu með bílinn Toyota GT86/Subaru BRZ, en sá bíll er svo til alveg eins hjá báðum framleiðendum. BMW mun nota mikið ál í framleiðslu yfirbyggingar síns bíls en ekki liggur fyrir hvaða leið Toyota mun fara hvað það varðar. Þá er einnig talið líklegt að bæði fyrirtækin muni bjóða blæjuútgáfu af bílnum. Einhver ár eru í að bílaframleiðendurnir tveir setji bílinn á markað og margt getru breyst á leiðinni. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent
Hér hefur áður verið greint frá sportbíl sem Toyota og BMW er að smíða í samstarfi og nú eru komnar nákvæmari upplýsingar um hvað þessi bíll fær frá hvorum framleiðandanum. Þessi bíll mun fá nöfnin Toyota Supra og BMW Z5 og hafa margir beðið eftir svo spennandi bíl frá Toyota og hafa saknað nafnsins Supra frá Toyota lengi. Bíllinn verður með fjögurra strokka bensínvél frá BMW sem drífa mun afturhjólin en að auki rafmótora og rafhlöður frá Toyota sem snúa framhjólunum. Þessi drifrás verður um 350 hestöfl og ætti að koma þessum 1.400 kílóa bíl vel áfram. Hybrid kerfið frá Toyota verður í ætt við það sem er í TS030 keppnisbíl Toyota sem tók þátt í Le Mans þolakstrinum fyrr á ár. Ekki er talið víst að bíllinn erfi að fullu útlit Toyota FT-1 Concept bílsins sem sýndur var á bílasýningunni í Detroit fyrr í ár og ytra útlit bílsins verður ekki það sama hjá BMW og Toyota. Því er ekki farin sama leið og Toyota og Subaru gerðu með bílinn Toyota GT86/Subaru BRZ, en sá bíll er svo til alveg eins hjá báðum framleiðendum. BMW mun nota mikið ál í framleiðslu yfirbyggingar síns bíls en ekki liggur fyrir hvaða leið Toyota mun fara hvað það varðar. Þá er einnig talið líklegt að bæði fyrirtækin muni bjóða blæjuútgáfu af bílnum. Einhver ár eru í að bílaframleiðendurnir tveir setji bílinn á markað og margt getru breyst á leiðinni.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent