Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, vann til bronsverðlaunna í 400 metra skriðsundi í flokki S6 á Evrópumóti fatlaðra í sundi sem hófst í Eindhoven í Hollandi í morgun.
Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Firði, keppti einnig í sundinu en varð níunda í undanrásum og komst ekki í úrslit.
Fjórir íslenskir sundmenn synda í Edinborg. Auk Thelmu og Kolbrúnar keppa Jón Margeir Sverrisson, Fjölni og Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Firði.
Jón Margeir keppir nú síðdegis í 100 metra baksundi. Keppt er dagana 4. til 10. ágúst.
