Pavel var með 5 stig, 7 fráköst og 2 stoðsendingar á 27 mínútum en Sigurður Gunnar var með 4 stig og 2 fráköst á 8 mínútum.
Pavel hefur skorað 267 stig í sínum landsleikjum eða 6,8 að meðaltali í leik en Sigurður Gunnar er með 104 stig í sínum A-landsleikjum sem gera 2,7 stig í leik.
Pavel lék sinn fyrsta landsleik á móti Póllandi i Stykkishólmi 7. ágúst 2004 en fyrsti landsleikur Sigurðar Gunnars var á útivelli á móti Finnum 25. ágúst 2007.
Bæði Pavel og Sigurður Gunnar spila vanalega númer fimmtán með félagsliðum sínum en Pavel var í treyju númer fimmtán í kvöld.
Pavel hefur aðeins spilað 11 af 40 landsleikjum sínum í treyju fimmtán en Sigurður Gunnar, sem lék í númer 7 í kvöld, hefur verið í „sinni“ treyju í 34 af 40 landsleikjum sínum.
Axel Kárason lék 30. landsleikinn sinn í gær og Haukur Helgi Pálsson, sem var stigahæstur í íslenska landsliðinu með 21 stig, lék sinn 25. landsleik.
Ísland mætir Bretlandi í Laugardagshöllinni eftir viku í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2015.