Hyundai kynnir "Juke“-keppinaut Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2014 09:35 Líkur Nissan Juke en þó allur kantaðri. Nissan hefur náð góðri sölu á litla jepplingnum sínum, Juke, sem er æði sérstakur í útliti. Virðist sá góði árangur hafa gert aðra framleiðendur öfundsjúka, að minnsta kosti Hyundai. Hér má sjá nýjustu afurð Hyundai og ekki verður annað sagt en að þessi bíll sé sláandi líkur Nissan Juke. Þessi bíll á ekki að leysa af hólmi Hyundai Tucson, heldur keppa um hylli kaupenda sem kjósa enn smærri jepplinga, líkt og Nissan Juke og Opel Mokka/Chevrolet Trax, en sá flokkur bíla hefur farið mjög vaxandi að undanförnu. Hvort þessi bíll sem sést hér að ofan verður endanleg útfærsla er ekki víst en bíllinn á að koma á markað árið 2017. Margt getur reyndar breyst á 3 árum. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Nissan hefur náð góðri sölu á litla jepplingnum sínum, Juke, sem er æði sérstakur í útliti. Virðist sá góði árangur hafa gert aðra framleiðendur öfundsjúka, að minnsta kosti Hyundai. Hér má sjá nýjustu afurð Hyundai og ekki verður annað sagt en að þessi bíll sé sláandi líkur Nissan Juke. Þessi bíll á ekki að leysa af hólmi Hyundai Tucson, heldur keppa um hylli kaupenda sem kjósa enn smærri jepplinga, líkt og Nissan Juke og Opel Mokka/Chevrolet Trax, en sá flokkur bíla hefur farið mjög vaxandi að undanförnu. Hvort þessi bíll sem sést hér að ofan verður endanleg útfærsla er ekki víst en bíllinn á að koma á markað árið 2017. Margt getur reyndar breyst á 3 árum.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent