Evrópumeistarinn Helgi: Þetta er eins og í lygasögu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. ágúst 2014 19:42 Helgi Sveinsson (t.h.) fagnar Evrópumeistaratitlinum í Swansea í kvöld. mynd/ífsport.is „Þetta er bara draumi líkast - alveg ótrúleg tilfinning,“ sagði HelgiSveinsson nýbakaður Evrópumeistari fatlaðra (T42) í spjótkasti við Vísi í kvöld. Helgi, sem varð fimmti á ÓL 2012 og heimsmeistari í Lyon fyrra, bætti Evrópumeistaratitlinum í safnið í kvöld þegar hann kastaði lengst 50,74 metra á EM fatlaðra í Swansea. „Þetta er sykursætur dagur því þó köstin voru þetta löng var ég var ekki nógu ánægður með þau. Ég var ekki að hitta í gegnum punktinn og atrenuna eins og ég hefði viljað. Hefði mér tekist það hefði ég getað slett spjótinu enn lengra. En miðað hvernig þetta var gæti ég ekki verið ánægðari,“ sagði Helgi. Norðmaðurinn Runar Steinstad var sá eini sem veitti Helga samkeppni, en hann var þó langt frá því að skáka okkar manni. Steinstad kastaði lengst 47,18 metra og þurfti að éta ofan í sig orð sem hann hafði látið falla í garð Helga. „Hann var búinn að vinna í miklum sálfræðihernaði og vera að koma skilaboðum áleiðis til mín í gegnum annað fólk og hópinn okkar,“ sagði Helgi við Vísi. „Hann mætti ekki á opnunarhátíðina og ég sagði honum að hann væri orðinn of gamall. Þá kom hann skilaboðum áleiðis til mín um hversu gaman það yrði þegar gamli maðurinn, sem sagt hann, myndi vinna mig. Svo lét hann annan keppanda bera þau skilaboð til mín í Berlín fyrr í sumar að hann myndi vinna mig á EM. Þetta er bara heilbrigð samkeppni og gaman að þessu.“ Síðustu þrjú sumur hafa verið mögnuð fyrir Helga sem hóf ekki að æfa spjótkast fyrr en fyrir nokkrum árum. Fimmta sæti á ÓL 2012 og nú heims- og Evrópumeistari. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er eins og í lygasögu. Þetta er bara með ólíkindum,“ sagði Helgi glaðbeittur. „Maður er bara í spennufalli núna. Ég er búinn að æfa og æfa fyrir þetta mót og svo þegar maður nær markmiðinu er maður bara í sjokki. Ég þarf aðeins að láta rykið falla og þakka svo þeim sem hafa hjálpað mér á þennan stað. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið,“ sagði Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helgi Evrópumeistari í spjótkasti Er nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari eftir sigur á HM í Lyon síðasta sumar. 19. ágúst 2014 15:43 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Sjá meira
„Þetta er bara draumi líkast - alveg ótrúleg tilfinning,“ sagði HelgiSveinsson nýbakaður Evrópumeistari fatlaðra (T42) í spjótkasti við Vísi í kvöld. Helgi, sem varð fimmti á ÓL 2012 og heimsmeistari í Lyon fyrra, bætti Evrópumeistaratitlinum í safnið í kvöld þegar hann kastaði lengst 50,74 metra á EM fatlaðra í Swansea. „Þetta er sykursætur dagur því þó köstin voru þetta löng var ég var ekki nógu ánægður með þau. Ég var ekki að hitta í gegnum punktinn og atrenuna eins og ég hefði viljað. Hefði mér tekist það hefði ég getað slett spjótinu enn lengra. En miðað hvernig þetta var gæti ég ekki verið ánægðari,“ sagði Helgi. Norðmaðurinn Runar Steinstad var sá eini sem veitti Helga samkeppni, en hann var þó langt frá því að skáka okkar manni. Steinstad kastaði lengst 47,18 metra og þurfti að éta ofan í sig orð sem hann hafði látið falla í garð Helga. „Hann var búinn að vinna í miklum sálfræðihernaði og vera að koma skilaboðum áleiðis til mín í gegnum annað fólk og hópinn okkar,“ sagði Helgi við Vísi. „Hann mætti ekki á opnunarhátíðina og ég sagði honum að hann væri orðinn of gamall. Þá kom hann skilaboðum áleiðis til mín um hversu gaman það yrði þegar gamli maðurinn, sem sagt hann, myndi vinna mig. Svo lét hann annan keppanda bera þau skilaboð til mín í Berlín fyrr í sumar að hann myndi vinna mig á EM. Þetta er bara heilbrigð samkeppni og gaman að þessu.“ Síðustu þrjú sumur hafa verið mögnuð fyrir Helga sem hóf ekki að æfa spjótkast fyrr en fyrir nokkrum árum. Fimmta sæti á ÓL 2012 og nú heims- og Evrópumeistari. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er eins og í lygasögu. Þetta er bara með ólíkindum,“ sagði Helgi glaðbeittur. „Maður er bara í spennufalli núna. Ég er búinn að æfa og æfa fyrir þetta mót og svo þegar maður nær markmiðinu er maður bara í sjokki. Ég þarf aðeins að láta rykið falla og þakka svo þeim sem hafa hjálpað mér á þennan stað. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið,“ sagði Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helgi Evrópumeistari í spjótkasti Er nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari eftir sigur á HM í Lyon síðasta sumar. 19. ágúst 2014 15:43 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Sjá meira
Helgi Evrópumeistari í spjótkasti Er nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari eftir sigur á HM í Lyon síðasta sumar. 19. ágúst 2014 15:43