Hjartnæm smáskilaboð bræddu bílþjófinn Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2014 09:56 Bíl konunnar var stolið fyrir utan K-Mart verslun í Missouri. Einstæð móðir fimm barna stóð frekar ráðalaus fyrir utan K-Mart verslun í Bandaríkjunum um daginn er hún sá að bílnum hennar hafði verið stolið. Hún taldi að bílinn myndi hún aldrei sjá aftur, en þá datt henni snjallræði í hug. Hún mundi eftir því að hún hefði gleymt farsíma sínum í bílnum og brá því á það ráð að senda afar hjartnæm smáskilaboð í hann úr öðrum síma í þeirri von að þjófurinn myndi lesa það. Í skeyti hennar til þjófsins sagði hún meðal annars að nú hefði einstæð móðir með fimm börn tapað bíl sínum og hún kæmist ekki einu sinni í vinnu sína. Skömmu síðar svaraði þjófurinn á þessa leið. „Mér líður afar illa yfir þessu, en börnin mín þurfa einnig að borða. Síðan ég missti vinnu mína hefur verið hart í ári hjá mér“. Einnig fylgdu í skeyti hans leiðbeiningar um hvernig móðirin gæti nálgast bíl sinn. Móðirin endurheimti bílinn og þurfti ekki að blanda lögreglunni í málið. Það sem kom henni þó mest á óvart var tómur sjálfskiptiolíubrúsi í farþegasætinu, en þjófurinn hafði fyllt á olíuna. Ekki eru allir þjófar eins hrifnæmir og þessi og sjá að sér eftir misgjörðir sínar. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Einstæð móðir fimm barna stóð frekar ráðalaus fyrir utan K-Mart verslun í Bandaríkjunum um daginn er hún sá að bílnum hennar hafði verið stolið. Hún taldi að bílinn myndi hún aldrei sjá aftur, en þá datt henni snjallræði í hug. Hún mundi eftir því að hún hefði gleymt farsíma sínum í bílnum og brá því á það ráð að senda afar hjartnæm smáskilaboð í hann úr öðrum síma í þeirri von að þjófurinn myndi lesa það. Í skeyti hennar til þjófsins sagði hún meðal annars að nú hefði einstæð móðir með fimm börn tapað bíl sínum og hún kæmist ekki einu sinni í vinnu sína. Skömmu síðar svaraði þjófurinn á þessa leið. „Mér líður afar illa yfir þessu, en börnin mín þurfa einnig að borða. Síðan ég missti vinnu mína hefur verið hart í ári hjá mér“. Einnig fylgdu í skeyti hans leiðbeiningar um hvernig móðirin gæti nálgast bíl sinn. Móðirin endurheimti bílinn og þurfti ekki að blanda lögreglunni í málið. Það sem kom henni þó mest á óvart var tómur sjálfskiptiolíubrúsi í farþegasætinu, en þjófurinn hafði fyllt á olíuna. Ekki eru allir þjófar eins hrifnæmir og þessi og sjá að sér eftir misgjörðir sínar.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent