Kristinn Steindórsson og GuðjónBaldvinsson voru báðir í byrjunarliði Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Norrköping á útivelli, 2-1.
Halmstad komst í 1-0 áður en heimamenn jöfnuðu, en Kristinn lagði svo upp sigurmark leiksins, 2-1, fyrir Mikael Boman á 89. mínútu.
Mikilvægur sigur fyrir Halmstad sem er með 23 stig í tólfta sæti af sextán liðum eftir 20 umferðir. Arnór Ingvi Traustason spilaði 86 mínútur á hægri kantinum fyrir Norrköping í kvöld.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í byrjunarliði Häcken og Guðlaugur Victor Pálsson í byrjunarliði Helsingborg þegar liðin mættust í Íslendingaslag í kvöld.
Þau skildu jöfn, 1-1, en Victor spilaði allan leikinn fyrir gestina. Gunnar Heiðar fór af velli á 37. mínútu, en ArnórSmárason sat allan tímann á bekknum hjá Helsingborg.
Þá var Guðmann Þórisson í vörn Mjällby sem steinlá á útivelli gegn Djurgården, 4-0, í Stokkhólmi.
Þegar tíu umferðir eru eftir af deildinni er Häcken í fjórða sæti með 35 stig, Norrköping í 14. sæti með 21 stig og Mjällby sæti neðar með 18 stig.
Kristinn lagði upp sigurmark Halmstad
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn







Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti