Þú hugsar ekki um annað en viðkomandi og þráir ekkert heitar en bara að vera nálægt henni/honum og heimurinn gæti farist svo lengi sem þið eruð saman.
En af hverju valdir þú þessa manneskju en ekki einhverja aðra? Ertu með ákveðna týpu?
Er langtímaástarsamband eins og það var í byrjun?
Eins og svo margt þá hefur þetta fyrirbæri verið krufið og rannsakað.
Helen Fisher er bandarískur mannfræðingur og hefur sérhæft sig í að rannsaka ástina, ástfangið fólk og áhrif ástarinnar á líkamann.
Hún hefur haldið fyrirlestra á TED ráðstefnum og skrifa ótal bækur.
Hér er hún með mjög áhugaverðan fyrirlestur um ástina og áhrif þess á líkamann.