Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH, stakk sér fyrst til sunds af íslensku keppendunum á EM í 50 metra laug í Berlín í morgun.
Ingibjörg keppti í 50m flugsundi og kom í mark á 28,12 sekúndum, en besti tími hennar í greininni er aðeins 0,09 sekúndum betri. Ingibjörg hafnaði í 33. sæti og komst ekki í undanúrslit.
Hún keppir á morgun í 100m skriðsundi klukkan 08:20 að íslenskum tíma.
Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir einnig í 100m bringusundi klukkan 07:53 á morgun.
