Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. ágúst 2014 20:10 Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að það beri að taka þessa öflugu skjálftavirkni alvarlega og hún geti leitt til eldgoss. „Það er búin að vera öflug skjálftavirkni í Bárðarbungu frá því klukkan 03:00 í nótt, öflugri virkni en hefur verið síðastliðin 18 ár, síðan það gaus í Gjálp. Það verður að taka þessu alvarlega og að þessi aukna virkni geti leitt til eldgoss í Bárðarbungu eða við hana,“ segir Magnús Tumi.Minni líkur en meiri á gosi „Það er nú samt líklegra að virknin lognist útaf eins og margar jarðskjálftahrinur gera en það er ekki hægt að taka sénsinn á því fyrirfram. Við erum að bera okkur saman um hvað við höfum verið að sjá, aðallega hvað hægt er að sjá út úr gögnum Veðurstofu Íslands, og meta hver atburðaráðsin gæti orðið,“ segir Magnús Tumi í kvöld. Er möguleiki á að það verði eldgos í Bárðarbungu? „Það er ómögulegt að segja. Við verðum að vera við öllu búin,“ svarar Magnús Tumi. „Við höfum farið yfir gossögu Bárðarbungu og hvaða atburðir hafa átt sér stað í fortíðinni, hvernig skjálftavirknin hefur breyst undanfarin ár og hvað þetta gæti þýtt. Einn möguleikinn er að þetta endi með eldgosi undir jöklinum og ef að það gerist þá myndi koma hlaup sem gæti orðið býsna stórt. Það er líklegast að slíkt hlaup fari niður Jökulsá á Fjöllum en getur líka farið niður Kölduhvísl og ekki útilokað að það fari niður í Skjálfandafljót.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að það beri að taka þessa öflugu skjálftavirkni alvarlega og hún geti leitt til eldgoss. „Það er búin að vera öflug skjálftavirkni í Bárðarbungu frá því klukkan 03:00 í nótt, öflugri virkni en hefur verið síðastliðin 18 ár, síðan það gaus í Gjálp. Það verður að taka þessu alvarlega og að þessi aukna virkni geti leitt til eldgoss í Bárðarbungu eða við hana,“ segir Magnús Tumi.Minni líkur en meiri á gosi „Það er nú samt líklegra að virknin lognist útaf eins og margar jarðskjálftahrinur gera en það er ekki hægt að taka sénsinn á því fyrirfram. Við erum að bera okkur saman um hvað við höfum verið að sjá, aðallega hvað hægt er að sjá út úr gögnum Veðurstofu Íslands, og meta hver atburðaráðsin gæti orðið,“ segir Magnús Tumi í kvöld. Er möguleiki á að það verði eldgos í Bárðarbungu? „Það er ómögulegt að segja. Við verðum að vera við öllu búin,“ svarar Magnús Tumi. „Við höfum farið yfir gossögu Bárðarbungu og hvaða atburðir hafa átt sér stað í fortíðinni, hvernig skjálftavirknin hefur breyst undanfarin ár og hvað þetta gæti þýtt. Einn möguleikinn er að þetta endi með eldgosi undir jöklinum og ef að það gerist þá myndi koma hlaup sem gæti orðið býsna stórt. Það er líklegast að slíkt hlaup fari niður Jökulsá á Fjöllum en getur líka farið niður Kölduhvísl og ekki útilokað að það fari niður í Skjálfandafljót.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28