Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili er efstur í karlaflokki á sjötta stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar. Mótið fer fram á Akranesi.
Kristján Þór spilaði á 74 höggum í dag, en hann spilaði á 69 höggum í gær, en hann er samtals á einu höggi undir pari.
Næstur kemur Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem hefur spilað á 73 höggum báða dagana og er á tveimur höggum yfir pari. Arnór Ingi Finnbjörnsson er svo í þriðja sæti fjórum höggum yfir pari.
Í kvennaflokki leiðir Valdís Þóra Jónsdóttir örugglega, en hún er með níu högga forystu. Valdís Þóra lék á 74 höggum í dag, en hún er einu höggi yfir pari. Næst koma þær Karen Guðnadóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem eru báðar tíu höggum yfir pari.
Lokahringurinn fer fram á morgun.
Kristján Þór og Valdís Þóra með forystu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Frá Midtjylland til Newcastle
Fótbolti





Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti

Szczesny ekki hættur enn
Fótbolti


Vörn Grindavíkur áfram hriplek
Fótbolti